Erlent

Um 80 uppreisnarmenn felldir

Stjórnarhermenn í Kongó og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa fellt áttatíu uppreisnarmenn síðustu vikuna að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna í Kinshasa, höfuðborg Kongó.

Stjórnarhermenn og friðargæsluliðar hafa staðið í sameiginlegum aðgerðum gegn uppreisnarmönnum til að koma á friði í austurhluta landsins áður en gengið verður til kosninga á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×