Erlent

Mótmæla fyrirhuguðu framboði í þingkosningunum í Palestínu

Stuðningsmenn Fatah-flokksins í Palestínu mótmæltu í gærkvöldi því að sumir eldri og reyndari áhrifamenn innan flokksins hafa hótað að kljúfa flokkinn og bjóða fram nýtt framboð í fyrirhuguðum þingkosningum. Deilurnar innan Fatah eru til talsverðra vandræða fyrir Mahmoud Abbas forseta heimastjórnar Palestínumanna sem reynir nú hvað hann getur til að sameina fylkingar innan flokksins fyrir kosningarnar. Yngri meðlimir flokksins krefjast aukinna áhrifa. Í gærkvöld rann út frestur til að skila inn endurskoðuðum listum yfir frambjóðendur í kosningunum sem haldnar verða þann 25. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×