Erlent

Hamfaranna við Indlandshaf minnst

Þjóðir heimsins minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því jarðskjálfti upp á 9,1 á richter skók Indlandshaf með þeim afleiðingum að um 280 þúsund manns fórust.

Hálf önnur milljón manna átti hvergi höfði sínu að að halla eftir náttúruhamfarirnar annan dag jóla í fyrra en þjóðir heimsins brugðust hratt og vel við neyðarkalli um aðstoð og söfnuðust um 770 milljarðar íslenskra króna.

Ferðamenn voru stór hluti þeirra sem létust, þar af um 500 Svíar, og er það talin vera meðal ástæðna fyrir því að betur gekk að safna eftir þær hamfarir en til dæmis eftir jarðskjálftana í Pakistan fyrir rúmum tveimur mánuðum þegar aðallega heimamenn fórust. Mikill fjöldi ferðamanna er nú við Indlandshaf til að minnast látinna vina og ættingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×