Erlent

Með samansaumaðann munninn

MYND/AP

Maður sem sakaður er um að hafa reynt að myrða George Bush, þegar hann heimsótti Georgíu, í sumar, mætti fyrir dómara, í dag, með munninn saumaðan saman.

George Bush og forseti Georgíu voru að ávarpa útifund í Tíblisi í maí síðastliðnum, þegar Bandaríkjaforseti heimsótti landið. Maðurinn er sakaður um að hafa varpað handsprengju að forsetunum tveim. Hún lenti um þrjátíu metra frá þeim, en sprakk ekki. Maðurinn gaf þá skýringu á samansaumuðum munninum að hann væri að sýna föngum í Georgíu stuðning, en þeir væru í hungurverkfalli. Hinn meinti árásarmaður hefur verið úrskurðaður heill á geðsmunum, en lögfræðingur hans efast um að það sé rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×