Erlent

Ísraelar stækka landnemabyggðir

Stækkun landnemabyggða og bygging öryggisveggsins/aðskilnaðarmúrsins fyrir fyrir brjóstið á Palestínumönnum.
Stækkun landnemabyggða og bygging öryggisveggsins/aðskilnaðarmúrsins fyrir fyrir brjóstið á Palestínumönnum. MYND/AP

Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að láta byggja nær 230 íbúðir í Beitar Illit og Efrat landnemabyggðunum á Vesturbakka Jórdanár en það er í andstöðu við vegvísinn til friðar sem Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Rússland stóðu að.

Palestínskir ráðamenn brugðust ókvæða við ákvörðun ísraelskra stjórnvalda. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínu, sagði Ísraela hætta öllum tilraunum til samstarfs við Palestínumenn og að það eina sem þeir héldu áfram af fullum krafti væri uppbygging byggða landtökumanna, þannig græfu Ísraelar undan friðarvonum fyrir botni Miðjarðarhafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×