Erlent

Pinochet nógu frískur til að mæta fyrir rétt

Hæstiréttur Chile hefur kveðið upp þann úrskurð að Augusto Pinochet, sem var einræðisherra á Chile á árunum 1973-1990, sé nógu frískur til þess að mæta fyrir rétt vegna hvarfs á pólitískum andstæðingum hans árið 1975. Talið er að um þrjú þúsund andstæðingar herstjórnar Chile hafi verið myrtir í stjórnartíð Pinochet en rétturinn hafnaði áfrýjunarbeiðni einræðisherrans fyrrverandi sem er orðinn níræður að aldri. Pinochet er einnig ákærður fyrir skattsvik en talið er að hann hafi hafi átt um 130 leynilega bankareikninga í Bandaríkjunum með tugmilljónum króna inná. Ef Pinochet verður fundinn sekur, mun hann eflaust eyða síðustu dögm sínum á bak við lás og slá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×