Erlent

Pólska herliðið verður áfram í Írak

Pólska ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda herliði sínu í Írak út næsta ár. Til stóð að allt herlið Pólverja yrði kallað heim frá Írak í byrjun næsta árs, en nú hafa stjórnvöld í Póllandi skipt um kúrs og ákveðið að styðja við bakið á bandarískum og írökskum hersveitum í óöldinni sem ríkir í Írak. Sem stendur eru fimmtán hundruð pólskir hermenn í landinu, en þeim verður fækkað í níu hundruð í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×