Erlent

Vatikanið hefur varað kaþólskar konur við að giftast múslimum

Benedikt Páfi 16. hélt ræðu fyrir fjölda manns í Vatikaninu á Jóladag.
Benedikt Páfi 16. hélt ræðu fyrir fjölda manns í Vatikaninu á Jóladag. Mynd/AP

Vatíkanið hefur varað kaþólskar konur við því að giftast múslimum. Í tveimur skjölum sem kardínálinn Stephen Hamao hefur sent frá sér, segir hann frá slæmri upplifun evrópskra kvenna sem giftast múslimum. Vandamálin stigmagnist síðan ef pörin flytja til íslamsks ríkis. Kaþólska kirkjan hefur hingað til hvatt til aukinna samskipta milli fólks ólíkrar trúar og því þykir tónninn í bréfi kardínálans óvenju hvass. Ummæli kardínálans hafa vakið hörð viðbrögð en um 20 þúsund hjónavígslur hafi farið fram á þessu ári þar sem pör aðhyllast ólík trúarbrögð og fer þeim fjölgandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×