Erlent

Rétta skal yfir Pinochet

Hæstiréttur Síle hafnaði í dag beiðni Augusto Pinochet fyrrum forseta Síle um að hann þyrfti ekki að svara til saka fyrir hvarf vinstrisinnaðra stjórnarandstæðinga í valdatíð hans frá 1973 til 1990. Pinochet verður því sóttur til saka vegna hvarfs 119 uppreisnarmanna á áttunda áratug síðustu aldar.

Lögmenn Pinochet héldu því fram að hann væri við of bága heilsu til að verja sig fyrir dómstólum en þrír af fimm dómurum í Hæstarétti Síle komust að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í málinu. Síðustu fimm árin hefur þremur málum gegn Pinochet verið vísað frá dómi vegna bágrar heilsu einræðisherrans fyrrverandi en læknar sem skoðuðu hann nú sögðu Pinochet hafa ýkt heilsubresti sína til að komast hjá því að svara til saka fyrir dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×