Erlent

Tólf létust í rútuslysi í Mexíkó

Tólf fórust þegar rúta brunaði út af vegi í suðurhluta Mexíkó í gær og lenti ofan í skurði. Meðal þeirra sem týndu lífi voru tvö börn. Vitni að slysinu segja að ökumaðurinn hafi ekið allt of hratt og misst stjórn á ökutækinu með þessum afleiðingum. Tuttugu farþegar sluppu með meiðsli en ekki er ljóst hvort að bílstjórinn er þeirra á meðal eða hvort hann flýði af vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×