Erlent

Tólf létust í sprengingu í vopnaverslun í Venesúela

Að minnsta kosti tólf létust þegar eldur kom upp í vopnaverslun í suðausturhluta Venesúela í gær. Þegar eldurinn kom upp varð mikil sprenging í versluninni með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að nokkuð magn flugelda hafi verið geymt í versluninni. Fimm verslanir í nágrenninu urðu fyrir töluverðu tjóni við sprengingunna. Hugsanlegt er að mannfallið hafi verið nokkru meira og herma sumar fregnir að allt að átján hafi látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×