Erlent

Veiktust af að anda að sér gasi

Nær sjötíu manns voru lagðir inn á sjúkrahús í St. Pétursborg í Rússlandi eftir að þeir önduðu að sér gasi í verslanamiðstöð í borginni. Nokkrir til viðbótar leituðu sér læknishjálpar en fengu síðan að fara heim.

Yfirvöld segja að ekki sé um hryðjuverk að ræða en grunar að atvikið megi rekja til viðskiptadeilna eða fjárkúgunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×