Erlent

Vilja leyfa konum að keyra

Um sextíu prósent Sádi-Araba vilja leyfa konum að aka bílum samkvæmt nýrri skoðanakönnun þar í landi. Þetta er í mótsögn við það sem krónprins af Sádi-Arabíu, hefur haldið fram en fyrir tveimur dögum sagði hann blaðamönnum í Riyadh að ríkisstjórn landsins hefði ekki á stefnuskránni að leyfa konum að aka sjálfar. Frelsi kvenna er mjög takmarkað en þær mega ekki kjósa né bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Þá er þeim bannað að ræða við karlmenn sem þær þekkja ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×