Erlent

Enn brýn þörf á hjálpargögnum

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segja brýna þörf á teppum í milljónavís, plastábreiðum og fleiru til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan 8. október.

Hann segir ekki helming þess fjár sem þjóðir heimsins lofuðu hafa borist, en um þrjár milljónir manna hafa verið heimilislausar síðan skjálftinn reið yfir.

Mikil skelfing greip um sig á skjálftasvæðunum í gær þegar skjálfti sem mældist 5,2 stig reið yfir. Engar fregnir hafa þó borist af manntjóni. Talið er að um 90 þúsund manns hafi látist vegna hamfaranna í október og er óttast að sú tala tvöfaldist, berist ekki sú hjálp sem Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×