Erlent

Um 70 manns veikir eftir að glæpagengi lét gas leka í verslun í St. Pétursborg

Um 70 manns eru veikir á sjúkrahúsum St. Pétursborgar í Rússlandi eftir að glæpagengi lét gas leka um loftræstikerfi Maksidom verslunarinnar þar í borg í gær. Gasið var látið leka þegar mjög annasamt var að gera í búðinni en fjarstýrður búnaður fannst á staðnum og segir lögreglan að ljóst sé að ekki var um slys að ræða. Árásir á fyrirtæki í Rússlandi eru tíðar en talið er að einhver samkeppnisaðilinn eða mafían hafi verið að verki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×