Fleiri fréttir

Lögregla handtekur nakta bankaræningja í El Salvador

Lögreglan í El Salvador handtók tvo nakta menn á þriðjudag þar sem þeir voru að grafa göng að bankahvelfingu í höfuðborginni San Salvador. Unnið hafði verið að gangagerðinni dögum saman. Mennirnir voru nærri komnir að bankanum þegar þeir uppgötvuðust af tilviljun þegar hluti ganganna hrundi svo að stór hola myndaðist á götunni.

Þrýstingur eykst á Bandaríkjastjórn

Þrýstingur jókst enn á Bandaríkjastjórn í dag þegar breska stjórnin staðfesti að hún hefði farið formlega fram á upplýsingar um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Evrópusambandið er að kanna hvort aðildarríki þess, eða ríki sem sækjast eftir aðild, hafi leyft starfsemi ólöglegra fangelsa á vegum Bandaríkjastjórnar.

Peres sagði skilið við flokk sinn

Rúmlega sex áratuga langri samleið Shimon Peres og ísraelska Verkamannaflokksins lauk í dag þegar hann sagði sig úr flokknum og lýsti yfir stuðningi við Ariel Sharon og nýstofnaðan flokk hans sem nefnist Kadima.

Viðræður innan tveggja vikna

Íranir ætla að hefja viðræður við Evrópusambandið um framtíð kjarnorkuáætlunar þeirra innan tveggja vikna sagði Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, í dag.

Peres hættur í Verkamannaflokknum

Shimon Peres, einn helsti stjórnmálaleiðtogi í Ísrael, ætlar að hætta í Verkamannaflokknum. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í kvöld. Lýsti Peres jafnframt stuðningi við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og nýjan miðjuflokk sem Sharon hefur stofnað. Peres sagði jafnframt að Sharon hefði einsett sér að halda áfram friðarferlinu og væri opinn fyrir nýjum hugmyndum í þeim málum. Sagðist Peres þess vegna styðja Sharon.

Grunur um sprengju á lestarstöðinni í Hróarskeldu

Öll umferð um lestarstöðina í Hróarskeldu í Danmörku var stöðvuð um tíma í dag vegna grunsamlegs poka sem skilinn hafði verið eftir á stöðinni. Lögregla var kölluð á vettvang vegna gruns um að sprengja leyndist í pokanum.

Varð fyrir hraðlest í Svíþjóð

15 ára gömul stúlka lést í gærkvöld þegar hún gekk ásamt tveimur jafnöldrum sínum í veg fyrir hraðlest skammt frá Gautaborg í Svíþjóð. Stúlkurnar fóru fram hjá hindrunum sem stöðva eiga umferð yfir járnbrautarteinana eftir að tvær lestir höfðu farið hjá og náðu tvær stúlknanna yfir sporin áður en hraðlestin hafnaði á þeirri þriðju.

Valdheimildir lögreglu auknar í Frakklandi

Allt útlit er fyrir að franska þingið samþykki frumvarp um hryðjuverk, sem eykur valdheimildir lögreglu til muna. Neðri deild franska þingsins samþykkti frumvarpið í gær.

Sjö hundruð á sjúkrahús vegna kuldanna

Sjö hundruð manns hafa verið fluttir fárveikir á sjúkrahús á veturbörðum hamfarasvæðunum í Pakistan. Átta manns hafa þegar fallið af völdum vetrarkuldanna við Himalaja-fjallgarðinn.

Tveir fórust í eldsvoða í Færeyjum

Kona á níræðisaldri og sonur hennar á sjötugsaldri, fórust í eldsvoða í Suðurvogi í Færeyjum í gærkvöldi, sennilega vegna reykeitrunar. Ekki var um mikinn eld að ræða en talið er að eldsupptök hafi verið í kjallara hússins. Mæðginin voru ein í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Styrkur Golfstraumsins hefur minnkað um 30%

Golfstraumurinn hefur veikst um 30 % á síðustu fimmtíu árum, samkvæmt nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Þá kemur einnig fram að hluti Golfstraumsins sé fastur í hringiðu í sunnanverðu Atlantshafi í stað þess að fara alla leið norður til Íslands og Grænlands.

Tveir starfsmenn bankans handteknir

Tveir starfsmenn Northern-bankans á Norður-Írlandi, þar sem stórfellt rán var framið fyrir tæpu ári, voru handteknir í gær, grunaðir um aðild að ráninu. Um er að ræða karlmann og konu á þrítugsaldri. Bankaræningjarnir höfðu á brott með sér ríflega tuttugu og sex milljónir punda, eða tæplega þrjá milljarða króna, en ránið var framið í höfuðborginni Belfast skömmu fyrir jólin í fyrra.

Bandaríkjamenn hefja ítarlega rannsókn á hugsanlegum leynifangelsum CIA

Bandaríkjamenn ætla að hefja ítarlega rannsókn á því hvort leyniþjónustan CIA, haldi úti leynifangelsum í Austur-Evrópu. Þetta sagði Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundi sínum með Frank-Walter Steinmeyer, utanríkisráðherra Þýskalands í gær.

Þrír hlutu áverka eftir árás varðhunda

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árás þriggja varðhunda við pósthúsið í Marieholm í nágrenni Eslöv í Svíþjóð í gærkvöldi. Enginn hlaut alvarlega áverka en tveir voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl en sá þriðji í einkabíl. Lögreglan fór á staðinn til að leita hundanna en án árangurs.

Efast um lögmæti kjörfundar

Flokkur sem efla vill tengslin við yfirvöld í Moskvu vann yfirburðasigur í þingkosningunum í Tsjetsjeníu á sunnudaginn. Mannréttindasamtök bera brigður á að kosningarnar hafi verið frjálsar og óháðar.

Fóstrin sögð lifa aðgerðina

Breska blaðið Daily Mail greindi frá því í vikunni að á Bretlandi sé talið að árlega lifi um fimmtíu fóstur af þegar reynt er að eyða þeim. Sum eru sögð lifa jafnvel fleiri en eina aðgerð.

Sýndu myndband af gíslum

Al Jazeera sjónvarpsstöðin sýndi í dag myndband sem stöðin segir að sýni fjóra gísla sem mannræningjar í Írak tóku nýlega. Talið er að um sé að ræða kristna friðarsinna sem hafa verið í Írak undanfarið. Einn mannanna er Norman Kember, aldraður Breti.

Peres styður Sharon

Shimon Peres er sagður ætla að segja sig úr Verkamannaflokki Ísraels á morgun og lýsa yfir stuðningi við Ariel Sharon og nýjan flokk hans í þingkosningunum sem verða haldnar 28. mars næstkomandi. Hann ætlar þó ekki að ganga til liðs við flokk Ariels Sharons.

Áttunda hvert barn vannært

Þurrkar og engissprettufaraldur lagði alla uppskeru í Afríkuríkinu Níger í rúst. Afleiðingarnar eru hungursneyð. Hungursneyðin hefur meðal annars leitt til þess að tólf prósent barna undir fimm ára aldri hafa þurft meðferð vegna vannæringar.

Teygja sig um Evrópu og Bandaríkin

Yfir hundrað kínversk börn og ungmenni, sem horfið hafa sporlaust frá Svíþjóð, eru ekki einsdæmi á Norðurlöndum. Þau eru aðeins hluti af því, sem virðist vera skipulegur mansalshringur, sem teygir anga sína um alla Evrópu og til Bandaríkjanna.

Upplýsingaskrifstofa opnuð í Kalíníngrad

Norræna ráðherranefndin hefur komist að samkomulagi við rússnesk yfirvöld um að setja á laggirnar norræna upplýsingaskrifstofu í Kalíníngrad. Unnið hefur verið að málinu með hléum frá árinu 2000, en ráðherranefndin starfrækir nú þegar skrifstofu í Pétursborg og hefur gert í tíu ár.

Vændiskonur á landsbyggðinni mun eldri

Vændiskonur á landsbyggðinni eru jafnan mun eldri en starfssystur þeirra í borgum - að minnsta kosti í Ástralíu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem ástralskur háskólaprófessor gerði.

Allt á kafi í Kólumbíu

Nærri hundrað hafa látist og meira en þúsund heimili eru rústir einar eftir gríðarleg flóð í Kólumbíu undanfarna daga. Rigningar í landinu undanfarna mánuði eru þær mestu í aldarfjórðung og áhrifanna gætir um allt land.

Ríkisstjórn Kanada fallin

Kanadíska ríkisstjórnin er fallin. Í gær var samþykkt vantrauststillaga á stjórnina á kanadíska þinginu og flest bendir því til að boðað verði til kosninga strax í janúar.

Kviknaði í út frá hitateppi

Betur fór á en horfðist þegar kviknaði í hitateppi sem þriggja ára gamall drengur svaf með í Vestfold í Noregi. Faðir hans vaknaði út frá reyknum og sá þá að hitateppið var í ljósum logum en drengurinn svaf við hlið hans.

Fluglaflensuveiran í Kína hefur stökkbreyst

Fuglaflensuveiran sem fundist hefur í fólki í Kína hefur þegar stökkbreyst og er öðruvísi en sá stofn veirunnar sem fundist hefur í fólki í Víetnam. Þetta fullyrða talsmenn heilbrigðis ráðuneytisins í Kína. Enn geti veiran þó ekki borist beint á milli manna, sem margir óttast að gæti leitt til heimsfaraldurs.

Kalt á skjálftasvæðum í Pakistan

Tveir hafa þegar látist af völdum mikilla kulda á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan og óttast er að eins muni fara fyrir tugþúsundum manna ef ekki berst meira fjármagn á hamfarasvæðin hið allra fyrsta. Í gær voru meira en hundrað manns fluttir á sjúkrahús með öndunarfærasjúkdóma og tveir lifðu ekki af nóttina.

Tvær sprengjuárásir í Bangladess

Að minnsta kosti þrír létust og fjörutíu særðust í tveimur sprengjuárásum í Bangladess í morgun. Talið er að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Fyrri árásin var gerð við lögregluvarðstöð í borginni Chittagong þar sem þrír létust, tveir lögreglumenn og hinn meinti árásarmaður, og fimmtán liggja sárir.

Dómarinn fékk orð í eyra

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust á nýjan leik í gær í Bagdad og rétt eins og við þingfestinguna í síðasta mánuði lét Saddam dómara fá það óþvegið. Athygli vakti að fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna var í verjendaliði hins fallna einræðishe

Kjörstöðum lokað óvænt

Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, frestaði í gær forkosningum sínum á Gaza­ströndinni eftir að vopnaðir fylgismenn hreyfingarinnar þustu inn á kjörstaði og lokuðu þeim. Mennirnir sögðu að þúsundir nafna vantaði á kjörskrár og þannig væri komið í veg fyrir að fjöldi fólks gæti kosið.

ESB hótar að refsa fangelsisríkjunum

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tjáð forystumönnum Evrópusambandsins að hún þurfi lengri frest til að bregðast við ásökunum um að leyniþjónustan CIA reki leynifangelsi í Evrópu og fljúgi þangað með grunaða hryðjuverkamenn.

Óttast um líf hundruða þúsunda

Vetur er genginn í garð á jarðskjálftasvæðinu í Pakistan, með snjó og kulda. Óttast er um líf hundruð þúsunda fórnarlamba skjálftans sem eiga sér ekkert skjól.

Frestað vegna morða á verjendum

Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein og þeim sem þátt áttu í voðaverkum í stjórnartíð hans í Írak, var snarlega frestað í dag. Ástæðan: Búið er að drepa verjendur nokkurra sakborninga og þeir hafa enga fundið til að taka við starfanum.

Hundruð barna seld í vændi í Svíþjóð

Lögreglan í Svíþjóð handtók í gær kínverskt par sem er grunað um mansal í stórum stíl. Talið er að hundruð barna og ungmenna hafi verið seld í vændi og líffæri numin úr þeim.

Fuglarnir brenndir lifandi

Yfirmenn dýralæknisembættisins í Brailahéraði í Rúmeníu voru reknir úr starfi í dag eftir að sjónvarpsstöð sýndi myndir af starfsmönnum þeirra henda lifandi fuglum á bál til að sporna gegn fuglaflensunni.

Selja herbúnað í andstöðu við Bandaríkin

Hugo Chavez, forseti Venesúela, og Jose Bono, varnarmálaráðherra Spánar, tóku í dag þátt í athöfn þar sem undirritaður var stærsti vopnasölusamningur í sögu Spánar. Venesúealastjórn hefur ákveðið að kaupa tólf herflugvélar og átta herskip af Spánverjum.

Sprengjuárás í Hebron

Palestínskur vígamaður kastaði sprengju að ísraelskum hermönnum við eftirlitsstöð í borginni Hebron á Vesturbakkanum fyrir stundu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið en árásin var gerð nærri Grafhýsi patríarkanna, stað sem er helgur í augum hvort tveggja múslima og gyðinga.

Lést eftir að hafa kysst kærasta sinn

Fimmtán ára kanadísk stúlka lést eftir að hafa kysst kærasta sinn. Stúlkan var með ofnæmi fyrir hnetum en kærasti hennar hafði borðað samloku með hnetusmjöri nokkrum klukkustundum áður en þau kysstust.

Sjá næstu 50 fréttir