Erlent

Tvær sprengjuárásir í Bangladess

Að minnsta kosti þrír létust og fjörutíu særðust í tveimur sprengjuárásum í Bangladess í morgun. Talið er að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Fyrri árásin var gerð við lögregluvarðstöð í borginni Chittagong þar sem þrír létust, tveir lögreglumenn og hinn meinti árásarmaður, og fimmtán liggja sárir. Seinni árásin átti sér stað í dómshúsi í borginni Gazipur, skammt norður af höfuðborginni Dhaka. Þar eru að minnsa kosti tuttugu og fimm manns, flestir lögfræðingar, sagðir hafa særst. Talið er að íslamskir uppreisnarmenn séu ábyrgir fyrir ódæðunum líkt og fleiri slíkum í Bangladess á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×