Þrýstingur eykst á Bandaríkjastjórn 30. nóvember 2005 21:51 Ísland er eitt margra ríkja þar sem flugvélar CIA hafa farið um. MYND/Stöð 2 Þrýstingur jókst enn á Bandaríkjastjórn í dag þegar breska stjórnin staðfesti að hún hefði farið formlega fram á upplýsingar um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Evrópusambandið er að kanna hvort aðildarríki þess, eða ríki sem sækjast eftir aðild, hafi leyft starfsemi ólöglegra fangelsa á vegum Bandaríkjastjórnar. Öll spjót standa nú á leyniþjónustu Bandaríkjanna í Langley í Virginíu. Peter Goss, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafnar því algjörlega að hans menn pynti fanga en neitar að ræða nánar um yfirheyrsluaðferðir. "Við heyjum stríð við hryðjuverk og okkur gengur ágætlega í þeirri baráttu," segir Goss. Hann segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna og fullyrðir að þeir fái réttláta málsmeðferð. Ekki er ljóst hvaða réttláta málsmeðferð það er sem fangar leyniþjónustunnar njóta, en talið er að sumir þeirra hafi verið teknir fyrir allt að fjórum árum. Franco Frattini varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagðist í dag hafa rætt við innanríkisráðherra nokkurra aðildarríkja og þeir hefðu allir þvertekið fyrir að lönd þeirra hefðu unnið með bandarísku leyniþjónustunni við fangaflutninga. Komið hefur í ljós að austurríski flugherinn sendi orrustuflugvélar til móts við bandaríska Herkúles flutningavél árið 2003. Bandaríska vélin fór yfir Austurríki frá Þýskalandi áleiðis til Aserbædjan. Yfirmaður austurríska flughersins sagði í dag að enginn sérstakur grunur hefði verið um að í vélinni væru fangar. Í ljós kom að um var að ræða flug einkaaðila á vegum Bandaríkjastjórnar - og bandaríska sendiráðið hét því að ganga úr skugga um að slíkar vélar yrðu rétt skráðar í framtíðinni. Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Þrýstingur jókst enn á Bandaríkjastjórn í dag þegar breska stjórnin staðfesti að hún hefði farið formlega fram á upplýsingar um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Evrópusambandið er að kanna hvort aðildarríki þess, eða ríki sem sækjast eftir aðild, hafi leyft starfsemi ólöglegra fangelsa á vegum Bandaríkjastjórnar. Öll spjót standa nú á leyniþjónustu Bandaríkjanna í Langley í Virginíu. Peter Goss, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafnar því algjörlega að hans menn pynti fanga en neitar að ræða nánar um yfirheyrsluaðferðir. "Við heyjum stríð við hryðjuverk og okkur gengur ágætlega í þeirri baráttu," segir Goss. Hann segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna og fullyrðir að þeir fái réttláta málsmeðferð. Ekki er ljóst hvaða réttláta málsmeðferð það er sem fangar leyniþjónustunnar njóta, en talið er að sumir þeirra hafi verið teknir fyrir allt að fjórum árum. Franco Frattini varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagðist í dag hafa rætt við innanríkisráðherra nokkurra aðildarríkja og þeir hefðu allir þvertekið fyrir að lönd þeirra hefðu unnið með bandarísku leyniþjónustunni við fangaflutninga. Komið hefur í ljós að austurríski flugherinn sendi orrustuflugvélar til móts við bandaríska Herkúles flutningavél árið 2003. Bandaríska vélin fór yfir Austurríki frá Þýskalandi áleiðis til Aserbædjan. Yfirmaður austurríska flughersins sagði í dag að enginn sérstakur grunur hefði verið um að í vélinni væru fangar. Í ljós kom að um var að ræða flug einkaaðila á vegum Bandaríkjastjórnar - og bandaríska sendiráðið hét því að ganga úr skugga um að slíkar vélar yrðu rétt skráðar í framtíðinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira