Erlent

Einn beið bana þegar fólksbíll og olíuflutningabíll skullu saman í Noregi

Einn maður beið bana þegar fólksbíll og olíuflutningabíll skullu saman í nágrenni Akershus í Noregi í gær. Við áreksturinn kviknaði mikill eldur en olíuflutningabíllinn var að flytja 28 þúsund lítra af bensíni og 13 þúsund lítra af olíu. Olíuflutningabíllinn stóð í ljósum logum þegar lögregla og slökkvilið kom á staðinn en það tók slökkviliðið um fjóra tíma að ráða niðurlögum eldsins. Talið er að ökumaður fólksbílsins hafi látist samstundis við áreksturinn. Ökumaður olíuflutningabílsins öklabrotnaði og slapp því ótrúlega vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×