Fleiri fréttir

Fjöldi árása í Írak undanfarinn sólarhring

Allt logar í óeirðum í Írak, í aðdraganda réttarhalda yfir Saddam Hússein, sem hófust á nýjan leik í dag. Öryggisgæsla í kringum réttarhöldin hefur verið snarhert.

Réttarhöldin yfir Saddam halda áfram

Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö fyrrverandi samstarfsmönnum hans verður framhaldið í dag eftir sex vikna hlé. Öryggigæsla í tengslum við réttarhöldin hefur verið aukin stórlega eftir að tveir verjendur hinna ákærðu voru myrtir á dögunum.

Lík af konu fannst eftir vísbendingum eiginmannsins

Lík af konu fannst grafið í Tönsberg í Noregi í gær. Talið er að hin látna sé kona sem lögreglan hefur leitað í þrjár vikur, en hún fannst eftir vísbendingum eiginmannsins sem myrti hana.

Fjórum vestrænum hjálparstarfsmönnum rænt í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu fjórum vestrænum hjálparstarfsmönnum á laugardaginn. Tveir mannanna eru frá Kanada og einn frá Bretlandi. Talið er að sá fjórði sé Bandaríkjamaður, en það hefur ekki verið staðfest.

Tíu manns létust í jarðskjálfta í Íran

Minnst tíu manns létust og hundruðir húsa gjöreyðilögðust þegar jarðskjálfti upp á 5,9 á richter skók suðurhluta Írans í gær. Þá slösuðust sjötíu manns í skjálftanum og nokkrir eru enn í lífshættu.

Enn mikil andstaða við inngöngu í Evrópusambandið í Noregi

Um helmingur Norðmanna myndi kjósa gegn inngöngu í Evrópusambandið ef gengið væri til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum í nýafstaðinni könnun í Noregi. Alls sögðust 50,2% aðspurðra vera mótfallnir inngöngu í Evrópusambandið en 37,7% voru fylgjandi. 12% þátttakanda í könnuninni voru óákveðnir.

Veldur örtröð

Norsk flugyfirvöld búast við miklum flugumferðarteppum þessi jólin vegna fjölda Breta í leit að jólasveininum, samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Búist er um 400.000 erlendum gestum í heimsókn til jólasveinsins í smiðju sinni í Rovaniemi í Finnlandi.

Brotist inn í bíl Netanyahus

Brotist var inn í bíl Benjamins Netanyahus, fyrrum forsætisráðherra Ísraels, í gærkvöld og nöppuðu þjófarnir tveimur farsímum sem í bílnum voru. Þjófarnir brutu rúðu í bílnum, sem hafði verið lagt í bílastæði í borginni Tel Aviv en skammt frá var Nethanyahu á baráttufundi til að ná aftur formannssæti í Likudflokknum. Unnið er að því að rannsaka hvers vegna lífvörðum forsætisráðherrans fyrrverandi urðu ekki varir við þjófana.

Bresk stjórnvöld rannsaka ofbeldi við þjálfun breskra hermanna

Bresk stjórnvöld eru að rannsaka ofbeldi við þjálfun breskra hermanna eftir að dagblað birti myndir úr heldur sérstökum þjálfunarbúðum hersins. Á myndunum sjást landgönguliðar naktir við æfingar. Þarna er líka maður í grænum sloppi sem skyndilega ræðst að einum hermanninum, slær hann og sparkar þannig í höfuð hans að maðurinn liggur kylliflatur.

Heimilisofbeldi á Spáni

Yfir 28.000 menn hafa verið handteknir á Spáni fyrir heimilisofbeldi á árinu. Þá féllu 56 konur fyrir hendi maka sinna í landinu. Ofbeldi innan veggja heimila hefur sætt harðri gagnrýni á Spáni og hefur forsætisráðherra landsins, sett af stað átak gegn ofbeldi af þessu tagi.

H5 tilfelli greinist í Rúmeníu

H5 fuglaflensutilfelli hefur greinst í kalkún í austurhluta Rúmaníu. Landbúnaðarráðuneyti Rúmeníu greindi frá þessu í gær. Öllu fiðurfé á svæðinu verður fargað í dag vegna þessa en ekki er vitað hvort um H5N1 tilfelli sé að ræða, en það getur smitast í menn og hefur orðið yfir sextíu manns að bana í heiminum á síðustu tveimur árum.

Mekka vann Stílkeppni Samfés

Félagsmiðstöðin Mekka í Kópavogi vann Stílkeppni Samfés sem fór fram í fimmta sinn í gærkvöld. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs afhenti verðlaunin. Í öðru sæti varð félagsmiðstöðin Setrið í Hafnarfirði og í þriðja sæti urðu einnig Kópavogsbúar, í félagsmiðstöðinni Igló. Félagsmiðstöðvar kepptu í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun með það að markmiði að hvetja unglinga til listsköpunar og að gefa þeim tækifæri til að nýta hæfileika sína á því sviði. Alls skráðu fjörtíu og tvö lið af öllu landinu sig til þátttöku og var unnið út frá þemanu - rusl.

Landamærin opnuð

Yfir fimmtán hundruð Palestímumenn hafa nú farið gegnum Rafah landamærastöðina á mótum Gasasvæðisins og Egyptalands að sögn Evrópusambandsins, sem sinnir eftirliti með landamærastöðinni sem opnuð í gær. Að sögn talsmanns Javier Solana, utanríkismálaráðherra ESB, hefur gengið vel að afhenda Palestínumönnum stjórn stöðvarinnar. Hún var lokuð í þá tæpu þrjá mánuði sem liðnir eru frá því Ísraelsher hvarf á braut frá Gasasvæðinu. Ísraelski herinn hafði umsjón með landamæraeftirliti við stöðina í 38 ár. Ísraelar fylgjast nú með ferðum Palestínumanna um landamærastöðina með fjarstýrðri myndavél.

Að minnsta kosti 17 féllu í Kína

Að minnsta kosti 17 manns fórust í jarðskjálfta upp á 5,5 á richter sem reið yfir austurhluta Kína í fyrrinótt. Þá er talið að hundruð manna séu slasaðir eftir skjálftann og misstu að minnsta kosti þrjú þúsund manns heimili sín. Mestar urðu skemmdir í borginni Wuhan í Hubei sýslu.

Ekið á karlmann á Miklubraut

Ekið var á gangandi vegfarenda á Miklubraut, austan við Rauðarárstíg í Reykjavík um hálf hálf þrjú leytið í nótt. Að sögn lögreglunnar er maðurinn, sem talinn er vera á miðjum aldri, mikið slasaður en hann var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Landspítalans. Frekari upplýsingar um líðan mannsins, hafa ekki fengist.

Lentu fimmtán sinnum í Evrópu á síðasta ári

Utanríkisráðherra Þýskalands er áhyggjufullur vegna fangaflugs CIA og vill að málið verði kannað nánar innan Evrópusambandsins. Berliner Zeitung segir fimmtán fangaflugsþotur hafa lent í Evrópu á síðasta ári.

Færri komust yfir en vildu

Rúmlega 1500 manns frá Gasasvæðinu flykktust yfir landamærin til Egyptalands í gær án þess að þurfa að fara í gegnum öryggisstöðvar Ísraela. Palestínumenn ráða nú yfir landamærastöðinni í Rafah í fyrsta sinn síðan Ísraelar hertóku svæðið fyrir 38 árum. Landamærin hafa verið lokuð síðan Ísraelar yfirgáfu Gasasvæðið í sumar og komust færri yfir þau en vildu við opnunina í gær.

Vaknaði aftur á upphafsstað

Það gerist ósjaldan að flugfarþegar taki sér blund á meðan á ferðinni stendur. En það hendir fáa það sem kom fyrir Norðmanninn Tor Martin Johansen. Hann var á leið með innanlandsflugi frá Þrándheimi heim til Namsóss í norðanverðum Þrændalögum.

Auglýsendur ofsækja börn

Fimmti hver unglingur í Danmörku fær send sms-skilaboð frá auglýsendum sem hann hefur ekki beðið um. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska Neytendaráðsins. Þar er einnig sagt frá því að fjöldi auglýsinga í kringum barna- og fjölskylduefni í sjónvarpi hafi aukist hlutfallslega mikið síðustu ár.

Öflugir jarðskjálftar í Kína

Fjórtán manns létu lífið í jarðskjálfta í Kína í nótt. Jarðskjálftinn varð rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma og mældist hann 5,7 á Richter.

Frumbyggjar í Kanada fá fjárhagsstuðning

Stjórnvöld í Kanada og fulltrúar frumbyggja landsins hafa náð samkomulagi um 270 milljarða króna útgjöld til að berjast gegn fátækt meðal frumbyggja á næstu tíu árum.

Fyrirlitningin skein af mér

Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið til sýninga röð heimildaþátta um lasermorðin í Stokkhólmi í byrjun tíunda áratugarins. Óþekktur maður gekk þá laus með riffil með lasermiði og skaut ellefu nýbúa í tíu tilræðum. Lögreglan stóð lömuð hjá og tókst ekki að góma morðingjann fyrr en eftir tíu mánuði. Hann hafði þá lifað kóngalífi og rænt tuttugu banka til viðbótar við árásirnar.

Sænskur hermaður lætur lífið í Afganistan

Sænskur hermaður lét lífið og þrír særðust í sprengingu í Norður-Afganistan í gær. Sænska varnarmálaráðuneytið segir að fjarstýrð sprengja hafi sprungið við bílalest friðargæsluliða á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Schröder segir skilið við stjórnmálin

Eftir sjö ár við stjórnvölinn í Þýzkalandi er Gerhard Schröder nú hættur beinum afskiptum af stjórnmálum og ætlar að snúa sér að lögmannsstörfum og skrifa pólitískar endurminningar sínar.

Öngþveiti í Evrópu vegna vetrarveðurs

Vetur konungur olli usla víða á meginlandi Evrópu í gær. Nokkurra sentímetra jafnfallinn snjór lagðist yfir stóran hluta álfunnar. Bylurinn olli miklu umferðaröngþveiti og ófáum slysum. Áætlunarflug fór úr skorðum.

Ráðamenn hóta refsingum

Eiturflekkurinn í Songhua-fljóti marar nú úti fyrir Harbin í Kína. Þriðji vatnslausi dagurinn í borginni rann upp í gær en íbúarnir bera sig engu að síður vel. Tæpum hálfum mánuði eftir að sprenging varð í efnaverksmiðju í bænum Jilin hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að senda rannsóknarnefnd á vettvang og rannsaka málið.

Lög um samráð verði hert

Allt að þrjátíu þúsund ný störf gætu orðið til í Danmörku ef samkeppnisumhverfið yrði eins og í Bandaríkjunum. Þetta er mat efnahagsráðgjafa dönsku ríkisstjórnarinnar og greint var frá í dagblaðinu Politiken.

Rétt öld frá landgöngu Hákons VII

Í tilefni af því að rétt öld er liðin frá því að norsk konungshjón settust aftur í hásæti í Ósló hófust í gær hátíðahöld um allan Noreg til að minnast þessara tímamóta.

Landamærin á Gasa-ströndinni opnuð

Palestínumenn á Gasa-svæðinu fá að heimsækja ættingja sína í Eygyptalandi í fyrsta sinn í næstum fjörutíu ár frá og með morgundeginum.

Eitur í vatnsbólum í Kína

Martröð allra borgarbúa er orðin að veruleika í milljónaborg í Kína. Þar er ekkert rennandi vatn eftir að eiturefni komust í ána sem liggur í gegnum borgina.

Fá að framleiða Tamiflu

Yfirvöld á Indonesíu hafa fengið leyfi til að framleiða flensulyfið Tamiflu vegna þess ástands sem upp er komið í landinu vegna fuglaflensu.

George Best er dáinn

Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum.

Pinochet í stofufangelsi

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur verið dæmdur í stofufangelsi, eftir að hann var ákærður fyrir mannréttindabrot fyrir dómstóli í Chile.

Hollendingar krefja Bandaríkjastjórn svara

Hollensk stjórnvöld segja að Bandaríkjamenn verði að greina frá staðsetningu og starfsemi leynifangelsa í Austur Evrópu. Ben Bot, utanríkisráðherra Hollands segir að framlag Hollendinga til hernaðaraðgerða Bandaríkjamanna verði endurskoðað ef ekki verði greint frá starfseminni hið fyrsta.

Öflug sprenging við sjúkrahús

Þrjátíu manns biðu bana þegar bíl hlöðnum sprengiefni var ekið að sjúkrahúsi í bænum Mahmoudiya og hann svo sprengdur í loft upp. Talið er að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa bandaríska hermenn sem voru að heimsækja börn á spítalann með leikföng í farteskinu. Honum tókst þó ekki að aka bifreið sinni lengra en að öryggishliði sjúkrahússins þar sem hann svo kveikti á vítisvélinni.

Bylting á breskri drykkjumenningu

Bylting hefur orðið á breskri drykkjumenningu. Deilt er um það hvort hún sé til góðs eða ills. Framvegis er stöðum sem selja áfengi heimilt að selja það hvenær sem er dagsins og þess vegna að hafa opið allan sólarhringinn.

Óttast að vatnsból borgarinnar sé mengað

Í Khabarovsk óttast íbúar nú að vatnsból borgarinnar sé mengað en drykkjarvatnið er tekið úr ánni Songhua. Hún rennur fyrst í gegnum Kína og þann þrettánda nóvember síðastliðinn fór út í hana mikið magn eiturefna eftir sprengingu í efnaverksmiðju þar.

Þúsundasti fanginn tekinn af lífi frá 1977

Á næstu dögum verður þúsundasti fanginn tekinn af lífi frá því að aftökur voru leyfðar á ný. Þrjú þúsund og fjögur hundruð fangar bíða þess að verða teknir af lífi í bandarískum fangelsum, þar af hundrað og átján útlendingar.

Sjálfsmorðsárás á markaði í Hilla

Að minnsta kosti tveir létust þegar sprengja sprakk á fjölmennum markaði í borginni Hilla í Írak síðdegis. Á annan tug manna liggja sárir eftir ódæðið. Um sjálfsmorðsárás var að ræða.

Níu milljónir bak við lás og slá

Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá.

Yfir þrjátíu falla í Írak

Að minnsta losti 30 manns féllu og um fjörtíu manns særðust þegar bílsprengja sprakk suður af Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Sprengjan sprakk í þann mund sem bílalest frá Bandaríkjaher fór fram hjá sjúkrahúsi í borginni. Ekki er vitað hvort bandarískir hermenn eru meðal þeirra sem létu lífið í sprengingunni. Sprengingum fjölgar sífellt í landinu en í gær féllu þrír bandarískir í tveimur árásum á bílalestir í Bagdad. Yfir tvö þúsund og eitt hundrað bandarískir hermenn hafa því fallið frá því Bandaríkjamenn ruddust inn í Írak árið 2003.

Spánverjar kalla eftir aðstoð ESB vegna innflytjenda

Spánverjar hafa óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins þar sem þeim gengur illa að hafa hemil á afrískum innflytjendum sem reyna að komast yfir landamæri Spánar í von um betra líf í Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir