Erlent

Selja herbúnað í andstöðu við Bandaríkin

Jose Bono, til vinstri, hlustar á Hugo Chavez á athöfn þar sem samningurinn var undirritaður.
Jose Bono, til vinstri, hlustar á Hugo Chavez á athöfn þar sem samningurinn var undirritaður. MYND/AP

Hugo Chavez, forseti Venesúela, og Jose Bono, varnarmálaráðherra Spánar, tóku í dag þátt í athöfn þar sem undirritaður var stærsti vopnasölusamningur í sögu Spánar. Venesúealastjórn hefur ákveðið að kaupa tólf herflugvélar og átta herskip af Spánverjum.

Vopnasölusamningurinn hefur farið fyrir brjóstið á bandarískum stjórnvöldum sem hafa oft gagnrýnt Chavez fyrir stjórnarstefnu sína. Bandarísk stjórnvöld hótuðu í síðustu viku að koma í veg fyrir sölu bandarískrar hátækniframleiðslu sem spænska skipasmíðastöðin Navantia notar í skipin sem Venesúela kaupir. Skipin á að nota til að sporna við fíkniefnasmygli að sögn stjórnvalda í Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×