Erlent

Fóstrin sögð lifa aðgerðina

Breska blaðið Daily Mail greindi frá því í vikunni að á Bretlandi sé talið að árlega lifi um fimmtíu fóstur af þegar reynt er að eyða þeim. Sum eru sögð lifa jafnvel fleiri en eina aðgerð.

Um er að ræða fóstureyðingar sem gerðar eru þegar meira en fimm mánuðir eru liðnir af meðgöngunni. Hingað til hefur verið talið að aðeins um einstök tilfelli á ári hverju hafi verið að ræða en þessar tölur gefa til kynna að vandamálið sé mun útbreiddara. Líklegt er að umræðan um fóstureyðingar nái nýjum hæðum með þessum fréttum enda eru þær umdeildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×