Erlent

Fluglaflensuveiran í Kína hefur stökkbreyst

Mynd/Vísir

Fuglaflensuveiran sem fundist hefur í fólki í Kína hefur þegar stökkbreyst og er öðruvísi en sá stofn veirunnar sem fundist hefur í fólki í Víetnam. Þetta fullyrða talsmenn heilbrigðis ráðuneytisins í Kína. Enn geti veiran þó ekki borist beint á milli manna, sem margir óttast að gæti leitt til heimsfaraldurs. Í gær voru yfirmenn dýralæknisembættisins í Brailahéraði í Rúmeníu reknir úr starfi eftir að sjónvarpsstöð sýndi myndir af starfsmönnum þeirra henda lifandi fuglum á bál til að sporna gegn fuglaflensunni. Óttast er að veiran, sem greindist í landinu fyrir nokkrum vikum, dreifi sér til þéttbýlisstaða. Dýraverndarsinnar brugðust að vonum hart við myndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×