Erlent

Peres sagði skilið við flokk sinn

Sharon og Peres hafa unnið saman í ríkisstjórnum sem leiðtogar Likud og Verkamannaflokksins en hafa báðir snúið baki við sínum gamla flokki.
Sharon og Peres hafa unnið saman í ríkisstjórnum sem leiðtogar Likud og Verkamannaflokksins en hafa báðir snúið baki við sínum gamla flokki. MYND/AP

Rúmlega sex áratuga langri samleið Shimon Peres og ísraelska Verkamannaflokksins lauk í dag þegar hann sagði sig úr flokknum og lýsti yfir stuðningi við Ariel Sharon og nýstofnaðan flokk hans sem nefnist Kadima.

Heimkomu Shimon Peres frá Barselóna, þar sem hann var viðstaddur knattspyrnuleik Barselóna og sameiginlegs liðs Ísraels og Palestínu, var beðið af óvenju mikilli eftirvæntingu í dag. Hann hafði gefið út að hann hygðist greina frá pólitískri framtíð sinni við heimkomuna og spurst hafði út að hann hygðist segja skilið við Verkamannaflokkinn.

Og það gekk eftir. Á blaðamannafundi sem hann hélt síðdegis í dag sagði þessi fyrrum forsætisráðherra Ísraels og formaður Verkamannaflokksins afskiptum sínum af flokknum lokið. Peres sagði mikilvægasta verkefnið í ísraelskum stjórnmálum vera að koma á friði í Mið-Austurlöndum og að Ariel Sharon forsætisráðherra væri best til þess fallinn. Hann lýsti því stuðningi við framboð Sharons og sagðist myndu vinna með honum að því markmiði að koma á friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×