Erlent

Mótmælendur setja strik í reikninginn

Tveir mótmælendur frá Greenpeace töfðu ræðu Tony Blair í London, sem átti að hefjast klukkan hálf tíu í morgun. Mótmælendurnir klifruðu upp á þak á Islington ráðstefnuhöllinni, þar sem Blair hugðist kynna áætlun um byggingu nýrra kjarnorkuvera í Bretlandi á næstu árum. Kröfðust þeir þess að fá að halda tíu mínútna ræðu, eða henda ella sprengju að Blair. Ekki var orðið við þessari beiðni þeirra og þess í stað voru allir ráðstefnugestir fluttir í annan sal, þar sem Blair hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×