Erlent

Bandaríkjamenn hefja ítarlega rannsókn á hugsanlegum leynifangelsum CIA

Bandaríkjamenn ætla að hefja ítarlega rannsókn á því hvort leyniþjónustan CIA, haldi úti leynifangelsum í Austur-Evrópu. Þetta sagði Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundi sínum með Frank-Walter Steinmeyer, utanríkisráðherra Þýskalands í gær. Þá yrði einni farið í saumana á því hvort rétt væri að fangaflugvélar frá leyniþjónustunni notuðust við flugvelli í Evrópu. Talsmaður Rice sagði við þetta tilefni að áhyggjur Evrópulanda væru réttmætar og Bandaríkjamenn ættu að bregðast við þeim. Búist er við að opinber heimsókn Rice í næstu viku muni meira og minna snúast um aðgerðir bandarísku leyniþjónustunnar í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×