Erlent

Þrír í haldi lögreglu fyrir morð á ungum manni á hótelherbergi í Kaupmannahöfn

Tveir Pólverjar hafa verið úrskurðaðir í einangrun fram að Þorláksmessu fyrir morðið á ungum gambískum karlmanni sem fannst látinn á hótelherbergi í Kaupmannahöfn í gær. Tvær pólskar konur voru einnig handteknar í gær. Önnur konan var úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald en hinni var sleppt í gær. Pólverjarnir segjast öll hafa verið saman í einu herbergi á því tímabili sem talið er að morðið hafi verið framið.

Sá myrti hafði dvalið á hótelinu um nokkurt skeið. Vitni heyrðu mikinn hávaða frá herbergi hans nokkrum tímum áður en hann fannst látinn. Hann var með mikla áverka á höfði eftir hníf. Þá hafði verðið sparkað í höfuð hans og háls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×