Erlent

Kviknaði í út frá hitateppi

Betur fór á en horfðist þegar kviknaði í hitateppi sem þriggja ára gamall drengur svaf með í Vestfold í Noregi. Faðir hans vaknaði út frá reyknum og sá þá að hitateppið var í ljósum logum en drengurinn svaf við hlið hans. Maður greip son sinn og fór með hann út úr húsinu en fór svo aftur inn til að henda hitateppinu og yfirdýnunni út. Hitateppið var um ársgamalt og hafði verði í gangi í þrjá til fjóra tíma þegar kviknaði í því. Þrátt fyrir að framleiðendur þess fullyrði að ekki eigi að geta kviknaði í hitateppinu, ráðleggja þeir fólki að hafa það ekki lengi í gangi fleiri tíma í einu eða sofa með það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×