Fleiri fréttir

Létu vita af bjarndýri með SMS

Tvö skelfingu lostin sænsk ungmenni sendu í gærkvöldi SMS-skilaboð til föður annars þeirra og sögðu að bjarndýr væri fyrir utan tjaldið þeirra þar sem þau voru í útilegu í Noregi. Faðirinn sendi skilaboð um hæl en ekkert frekara samband náðist við piltinn og stúlkuna sem bæði eru nítján ára gömul.

160 milljarða tap vegna Katrínar

Tryggingafyrirtækið Lloyds í London hefur gefið það út að áætlað tap fyrirtækisins vegna fellibylsins Katrínar væri nær hálfur annar milljarður sterlingspunda sem jafngildir um 160 milljörðum íslenskra króna.

Blóðbað í hverfi sjía-múslima

Á annan tug sprenginga urðu í miðborg Bagdad í gær, sem bönuðu að minnsta kosti 152 manns og særðu minnst 542. Spreningarnar byrjuðu með stórri sjálfsmorðs-bílsprengjuárás sem beint var gegn daglaunamönnum sem safnast höfðu saman á þessum stað í borginni í von um að fá vinnu þann daginn. Íraksdeild Al Kaída lýsti ábyrgð á tilræðunum á hendur sér.

Búist við útvatnaðri umbótaályktun

Á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna, sem hófst í gær, lýsa leiðtogar heims hver sinni sýn á brýnustu úrlausnarefni alþjóðamála. Reiknað er með að þeir samþykki útvatnaða ályktun um umbætur á samtökunum.

Sver af sér vinstrisamstarf

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sór og sárt við lagði í gær að hann myndi aldrei mynda ríkisstjórn sem væri komin upp á stuðning Vinstriflokksins, kosningabandalags austur- og vestur-þýskra sósíalista sem hugsanlegt er að muni ráða yfir oddaatkvæðum á þýska þinginu eftir kosningarnar um helgina.

Milljón börn munaðarlaus

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, ítrekaði í dag að leggja yrði allt kapp á að enda borgarastyrjöldina í Úganda hið fyrsta. Hátt í milljón börn hafa orðið munaðarlaus í kjölfar styrjaldarinnar og 25 þúsund drengir og stúlkur hafa verið hneppt í þrælahald.

N-Kóreumenn gefa ekki eftir

Enginn árangur varð af fundi fulltrúa sex ríkja í Peking í dag þar sem menn freistuðu þess að finna sameiginlegan grundvöll fyrir því að norðurkóresk stjórnvöld hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína.

582 konur í framboði í Afganistan

582 konur gefa kost á sér í þingkosningum í Afganistan sem fara fram á sunnudaginn. Áður en Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan haustið 2001 var konum bannað að taka þátt í stjórnmálum í landinu. Af 249 sætum í neðri deild afganska þingsins eru sextíu og átta frátekin fyrir konur.

Blóðbað í Bagdad í dag

Hrina sprengju- og skotárása kostaði hátt á annað hundrað manns lífið í Írak í dag. Al-Qaida samtökin segjast vera ábyrg og hóta frekari aðgerðum.

Taka ekki lengur mark á vopnahléi

Bresk stjórnvöld segja að þau taki ekki lengur mark á vopnahléi sambandssinna á Norður-Írlandi. Miklar óeirðir urðu í Belfast um síðustu helgi þegar mótmælendur reyndu að komast inn í hverfi kaþólikka til þess að minnast sigra sem þeir unnu fyrir mörgum öldum.

Mildi að ekki fór verr

Mildi þykir að aðeins einn skyldi farast þegar beljandi flóð og aurskriður féllu á íbúðarhverfi í Björgvin í Noregi, síðastliðna nótt. Skriðan féll um klukkan tvö í nótt þegar flestir voru í fastasvefni.

Stjórnarflokkar töpuðu 24 sætum

Ríkisstjórn Noregs féll í þingkosningunum þar í gær. Vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni náðu 88 þingsætum en ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik fékk aðeins aðeins 81 sæti og tapaði 24 þingsætum frá síðustu kosningum. Bondevik fer á fund Haraldar Noregskonungs í dag og mun þar tilkynna honum um brotthvarf sitt úr embætti eftir að fjárlögin hafa verið kynnt í október.

Yfirmaður almannavarna hættir

Michael Brown, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var látinn víkja sem stjórnandi aðgerða vegna fellibylsins Katrínar. Brown sagðist í gær telja það forsetanum og stofnun sinni fyrir bestu að hann léti af störfum. Thad Allen, yfirmaður strandgæslunnar, hafði þegar tekið við af honum sem stjórnandi aðgerða við Mexíkóflóa.

Árás á veitingastað í Bagdad

Tveir létust og sautján slösuðust þegar mjög öflug bílsprengja sprakk fyrir utan vinsælan veitingastað í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi. Ekki er vitað hver stóð fyrir árásinni en árásum af þessu tagi hefur fækkað nokkuð í Írak undanfarnar vikur.

Ringulreið í rafmagnsleysi í LA

Töluverð ringulreið braust út í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær þegar stórir hlutar borgarinnar urðu rafmagnslausir eftir að opinberir starfsmennn gerðu mistök við tengingar á háspennulínum. Rafmagnsleysið náði til tveggja milljóna manna í borginni og nágrenni hennar. Margir festust í lyftum og umferðarljós á stórum gatnamótum urðu óvirk.

Knattspyrnumaður skotinn á leik

Argentínskur knattspyrnumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að lögregla skaut hann með gúmmíkúlu þegar til óeirða kom í leik Mendoza og Godoy Cruz. Leikmaðurinn reyndi ásamt félögum sínum að stöðva grjótkast áhorfenda þegar lögreglumenn komu aðvífandi og skutu hann. Fjarlægja þurfti hluta af lunga leikmannsins en hann er ekki lengur í lífshættu. Sex lögreglumönnum hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviksins.

Tyrkneskum gíslum sleppt í Írak

Þremur tyrkneskum verkfærðingum, sem höfðu verið í haldi mannræningja í Írak í tvo mánuði, var sleppt í gær og eru þeir þegar komnir til heimalands síns. Frá þessu greina tyrkneskir fjölmiðlar í dag. Mannræningjarnir höfðu farið fram á það að fyrirtækið sem verkfræðingarnir unnu hjá hætti starfsemi í Írak en ekki er ljóst hvort fyrirtækið hafi orðið við þeim kröfum og þannig greitt leiðina fyrir lausn gíslanna.

Spennan minnkar í Belfast

Óeirðir héldu áfram í Belfast og nokkrum öðrum stöðum á Norður-Írlandi í gærkvöld, þriðja kvöldið í röð, en voru þó ekki eins miklar og um helgina. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að tíu lögreglumenn hafi slasast í átökum við mótmælendur, en átökin hófust þegar lögreglan kom í veg fyrir að Óraníumenn gætu farið fylktu liði um hverfi kaþólikka á laugardaginn var.

Aftur til vinnu eftir veikindi

Jacques Chirac Frakklandsforseti hélt í morgun fyrsta fund sinn með ríkisstjórninni eftir veikindi. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús fyrir um tíu dögum vegna æðakvilla sem höfðu áhrif á sjón hans og dvaldi hann þar í tæpa viku. Hann sneri svo aftur til starfa í gær og að sögn ráðherra á fundinum var hann hinn hressasti.

Stjórn hafnað á afgerandi hátt

Öllum að óvörum höfnuðu Norðmenn með afgerandi hætti ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks í kosningunum í gær. Stjórnarflokkarnir guldu afhroð en Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn unnu stórsigur.

Of lítið hægt að búa til af lyfjum

Vísindamenn telja sig nú hafa þekkingu til þess að búa til bóluefni við fuglaflensu ef hún stökkbreytist og fer að berast milli manna en hins vegar er óttast að ekki takist að framleiða nóg af ef slíkur faraldur kæmi upp.

Osman framseldur til Bretlands

Hussain Osman, einn fjórmenninganna sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir misheppnuðum hryðjuverkaárásum í Lundúnum 21. júlí síðastliðinn, verður framseldur frá Ítalíu til Bretlands. Að þessari niðurstöðu komst Hæstiréttur Ítalíu í dag og staðfesti þar með úrskurð á neðra dómsstigi.

Leita aðstoðar vegna hungursneyðar

Yfirvöld í Kenía og Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á ríflega tveggja milljarða króna stuðning frá alþjóðasamfélaginu á næsta hálfa árinu vegna hungursneyðar sem ógnar um 1,2 milljónum manna í landinu. Eins og víðar í Afríku má rekja matarskortinn til þurrka, en síðustu ár hefur lítið í rignt í Kenía.

Fylgjast með hundruðum í Bretlandi

Bresk yfirvöld fylgjast með hundruðum manna til þess að reyna að koma í veg fyrir að hryðjuverkaárásir verði gerðar aftur í landinu. Frá þessu greindi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, í dag þegar hann kom fyrir þingnefnd sem fjallar um eftirmál hryðjuverkaárásanna á Lundúnir í júlí.

Kallaði á frekari brottflutning

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ítrekaði í dag þá kröfu Palestínumanna að Ísraelar yfirgæfu landnemabyggðir á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, daginn eftir að 38 ár hersetu Ísraela á Gasaströndinni lauk.

Líst illa á nafnið Greyhound-búðir

Eigendur Greyhound-rútufyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa beðið fangelsismálayfirvöld í Louisiana að hætta að kalla rútustöð fyrirtækisins í New Orleans Greyhound-búðirnar. Stöðinni var á dögunum breytt tímabundið í fangelsi þar sem meðal annars glæpamenn, sem nýttu sér neyðina eftir yfirreið fellibylsins Katrínar, voru geymdir.

Axlar ábyrgð á seinagangi

George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag axla ábyrgð á þeim seinagangi sem alríkisstjórnin hefði sýnt í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Þá sagði hann enn fremur að Katrín hefði afhjúpað alvarleg vandamál varðandi viðbragðsgetu stjórnsýslunnar á öllum stigum við náttúruhamförum og sagðist taka ábyrgð á því að alríkisstjórnin hefði ekki sinnt starfi sínu sem skyldi.

Verkamannaflokkurinn langstærstur

Verkamannaflokkurinn er langstærsti flokkurinn á norska stórþinginu eftir kosningarnar í gær, fékk tæpan þriðjung atkvæða og 61 þingmann kjörinn. Næstur honum kemur Framfaraflokkurinn með 22 prósent og 38 þingmenn kjörna. Skipting þingsæta er afgerandi, núverandi stjórnarandstöðu í hag, hún fékk 87 þingmenn á móti 82 þingmönnum borgaraflokkanna.

Þriðji ferðamaðurinn út í geim

Það er að fá alveg nýja merkingu að segjast ætla að "skreppa í sólina". Þriðji geimferðamaðurinn leggur af stað í ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar 1. október. Bandaríski vísindamaðurinn Gregory Olsen greiðir jafnvirði þrettán hundruð milljóna króna fyrir farmiðann - báðar leiðir auðvitað.

Chirac mættur til vinnu

Jacques Chirac Frakklandsforseti stýrði í gær fyrsta ríkisstjórnarfundinum frá því hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús þann 2. september síðastliðinn, vegna kvilla sem læknar kölluðu "minni háttar æðatruflun" sem hamlaði honum sjón. Ráðherrar í stjórninni sögðu forsetann hafa virst hinn hressasti.

NATO geri meira í Afganistan

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hertu í gær á undirbúningi að því að bandalagið víkkaði út starfssvið friðargæslusveita þess í Afganistan - sem Íslenska friðargæslan á aðild að - til alls landsins. Það gæti gert Bandaríkjamönnum kleift að kalla þúsundir hermanna heim.

Segja olíuverð kalla á alþjóðaátak

Leiðtogar Evrópuríkja kölluðu í gær eftir samstilltum aðgerðum til að hafa hemil á olíuverðshækkunum. Breski fjármálaráðherrann hvatti OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, til að auka framleiðsluna og franski forsetinn bað olíufyrirtækin um að lækka eldsneytisverð og auka fjárfestingar í rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum.

Stjórnlausar gripdeildir á Gaza

Palestínska lögreglan mátti sín lítils er múgur Palestínumanna stundaði gripdeildir í yfirgefnum landtökubyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu í gær. Meðal annars var öllu verðmætu stolið úr fjölda gróðurhúsa sem bandarískir gyðingar höfðu keypt og fært í umsjá palestínsku heimastjórnarinnar, með það fyrir augum að Palestínumenn gætu nýtt þau áfram.

Sakar Tímosjenkó um misbeitingu

Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, sakaði í gær fyrrverandi bandamann sinn í "appelsínugulu byltingunni", Júlíu Tímosjenkó, um að hafa misnotað stöðu sína sem forsætisráðherra til að telja lánardrottna orkufyrirtækis, sem hún eitt sinn veitti forstöðu en er nú gjaldþrota, á að láta skuldirnar niður falla.

Lítil von um samþykkt umbóta á SÞ

Í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna var í gær enn unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjargað yrði af ályktun um umbætur á samtökunum sem vonast er til að leiðtogar aðildarríkjanna 191 muni geta fallist á að samþykkja. Leiðtogafundur SÞ hefst í dag og stendur fram á föstudag.

Velferð í ríku landi

Þetta er glæsilegur sigur sem Verkamannaflokkurinn vann," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. "Flokkurinn býður upp á skýran valkost með meirihlutastjórn á vinstrivængnum og hefur auk þess aftur náð vopnum sínum. Hann var nokkuð klofinn um tíma en kemur nú fram sem ein heild með sterka ásýnd."

Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi

Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag.

Hóta árásum á Melbourne og LA

Liðsmenn al-Qaida hóta árásum á Los Angeles og Melbourne í Ástralíu á næstunni. Hótunin kom fram á myndbandi sem birtist á sjónvarpsstöðinni ABC í gær, 11. september. Talið er að maðurinn sem komi fram á myndbandinu sé bandarískur al-Qaida liði sem áður hefur komið fram á myndbandsupptökum þar sem samtökin hóta árásum.

Ráða í fyrsta sinn yfir landsvæði

Ísraelski herinn er farinn frá Gasaströndinni eftir 38 ára samfellda hersetu. Fimm þúsund hermenn hafa týnst burt frá svæðinu í nótt og síðasti bíllinn yfirgaf svæðið nú í morgunsárið. Þar með hafa Palestínumenn í fyrsta sinn full yfirráð yfir skilgreindu landsvæði.

Yfirburðarsigur flokks Koizumis

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan, flokkur Koizumis forsætisráðherra, vann yfirburðarsigur í þingkosningunum þar í landi í gær. Stjórnarflokkarnir hafa nú tvo þriðju hluta þingsæta í neðri deild þingsins og geta því keyrt mál í gegnum þingið sýnist þeim svo án afskipta efri deildarinnar. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið áratugi við völd í Japan.

Stefnir í spennandi kosningar

Allt stefnir í æsispennandi þingkosningar í Noregi í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum frá því í gær má vart á milli sjá hvort ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks eða vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni hafi betur og gætu úrslitin jafnvel ráðist á örfáum atkvæðum. Fari svo að hvorug fylkingin nái hreinum meirihluta gætu úrslitin ráðist á smáflokkunum, sem kæmust þá í oddaaðstöðu.

Áframhaldandi óeirðir í Belfast

Óeirðir héldu áfram í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi, annan daginn í röð, þegar öfgasinnaðir mótmælendur réðust að lögreglu og kveiktu í bifreiðum. Þetta eru mestu átök í borginni í áratug. Yfirmaður norðurírsku lögreglunnar hefur skellt skuldinni á reglu Óraníumanna en hún neitar sök.

Hætt við að neyða fólk burt

Yfirvöld í New Orleans hafa hætt við að neyða þá sem enn eru eftir í borginni til að fara burt. Búið er að beita öllum hugsanlegum úrtölum og í nokkra daga hafa lögreglumenn gengið á milli húsa og beinlínis sótt fólk sem ekki hefur enn yfirgefið borgina. Talsmaður lögreglunnar sagði í gærkvöldi að enginn yrði færður burt með valdi þó að vissulega yrði haldið áfram að reyna að koma vitinu fyrir þá sem enn væru ekki farnir.

Segir eiturgasi hafa verið beitt

Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Qaida í Írak, sakar írakska og bandaríska hermenn um að hafa beitt eiturgasi í áhlaupi á borgina Tal Afar. Á nýrri hljóðupptöku, sem birtist á heimasíðu uppreisnarmanna í Írak í gær, segir al-Zarqawi að krossfaranir og skósveinar þeirra hafi beitt banvænum efnavopnum í bardögunum við Tal Afar, sem hafa staðið yfir undanfarna daga.

Opnuðu Disneyland í Kína

Mikki mús hefur hafið innreið sína í Kína en Disneyland-skemmtigarður var opnaður í Hong Kong í morgun. Eigendurnir gera sér vonir um að íbúar þessa fjölmennasta ríkis heims streymi í garðinn. Það var Zeng Kinghong, varaforseti Kína, sem opnaði garðinn formlega ásamt Donald Tsang, leiðtoga Hong Kong, en viðstaddir voru bandarískir yfirmenn Disney-fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir