Erlent

Yfirburðarsigur flokks Koizumis

MYND/AP
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan, flokkur Koizumis forsætisráðherra, vann yfirburðarsigur í þingkosningunum þar í landi í gær. Stjórnarflokkarnir hafa nú tvo þriðju hluta þingsæta í neðri deild þingsins og geta því keyrt mál í gegnum þingið sýnist þeim svo án afskipta efri deildarinnar. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið áratugi við völd í Japan. Koizumi ætlar að láta af störfum eftir ár þegar formennsku hans í flokknum lýkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×