Erlent

160 milljarða tap vegna Katrínar

Tryggingafyrirtækið Lloyds í London hefur gefið það út að áætlað tap fyrirtækisins vegna fellibylsins Katrínar væri nær hálfur annar milljarður sterlingspunda sem jafngildir um 160 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hafði þó áður látið tölvuherma kostnað fyrirtækisins við viðlíka náttúruhamfarir og niðurstöður úr þeim prófunum pössuðu nokkurn veginn við það sem síðar varð rauninn. Forsvarsmenn Lloyds segja fyrirtækið nægilega stöndugt til að standa af sér áfallið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×