Erlent

Hætt við að neyða fólk burt

Yfirvöld í New Orleans hafa hætt við að neyða þá sem enn eru eftir í borginni til að fara burt. Búið er að beita öllum hugsanlegum úrtölum og í nokkra daga hafa lögreglumenn gengið á milli húsa og beinlínis sótt fólk sem ekki hefur enn yfirgefið borgina. Talsmaður lögreglunnar sagði í gærkvöldi að enginn yrði færður burt með valdi þó að vissulega yrði haldið áfram að reyna að koma vitinu fyrir þá sem enn væru ekki farnir. Bush Bandaríkjaforseti kom í gær í sína þriðju heimsókn til hamfarasvæðanna og mun í dag í fyrsta skipti skoða aðstæður á jörðu niðri í New Orleans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×