Erlent

Yfirmaður almannavarna hættir

Michael Brown, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var látinn víkja sem stjórnandi aðgerða vegna fellibylsins Katrínar. Brown sagðist í gær telja það forsetanum og stofnun sinni fyrir bestu að hann léti af störfum. Thad Allen, yfirmaður strandgæslunnar, hafði þegar tekið við af honum sem stjórnandi aðgerða við Mexíkóflóa. Í gær fundust 45 lík í spítala í New Orleans, sem ekki hafði verið farið inn í síðan fellibylurinn reið yfir. Nú hafa 280 lík fundist í Louisiana og björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram leit sinni í hverju einasta húsi í New Orleans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×