Erlent

Segir eiturgasi hafa verið beitt

Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Qaida í Írak, sakar írakska og bandaríska hermenn um að hafa beitt eiturgasi í áhlaupi á borgina Tal Afar. Á nýrri hljóðupptöku, sem birtist á heimasíðu uppreisnarmanna í Írak í gær, segir al-Zarqawi að krossfaranir og skósveinar þeirra hafi beitt banvænum efnavopnum í bardögunum við Tal Afar, sem hafa staðið yfir undanfarna daga. Ekki hefur verið staðfest hvort upptakan er ekta, en henni svipar mjög til svipaðra yfirlýsinga frá al-Zarqawi sem birst hafa á sömu heimasíðu. Í gær höfðu 160 uppreisnarmenn verið drepnir við Tal Afar og nærri 250 verið handsamaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×