Erlent

Stefnir í spennandi kosningar

Allt stefnir í æsispennandi þingkosningar í Noregi í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum frá því í gær má vart á milli sjá hvort ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks eða vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni hafi betur og gætu úrslitin jafnvel ráðist á örfáum atkvæðum. Fari svo að hvorug fylkingin nái hreinum meirihluta gætu úrslitin ráðist á smáflokkunum, sem kæmust þá í oddaaðstöðu. Hvernig sem fer bendir að minnsta kosti allt til að óvissunni létti ekki fyrr en öll atkvæði hafa verið talin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×