Erlent

Sakar Tímosjenkó um misbeitingu

Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, sakaði í gær fyrrverandi bandamann sinn í "appelsínugulu byltingunni", Júlíu Tímosjenkó, um að hafa misnotað stöðu sína sem forsætisráðherra til að telja lánardrottna orkufyrirtækis, sem hún eitt sinn veitti forstöðu en er nú gjaldþrota, á að láta skuldirnar niður falla. Jústsjenkó rak óvænt Tímosjenkó og alla ríkisstjórn hennar síðastliðinn fimmtudag. "Hegðunin sem Júlía Volodymyrovna sýndi í ríkisstjórn, og bandamannahópur hennar, snerist í kringum hagsmuni hennar," sagði Jústsjenkó í viðtali við AP-fréttastofuna. Fyrir sig hefði það verið orðið "spurning um heiður" að víkja henni frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×