Erlent

Of lítið hægt að búa til af lyfjum

Vísindamenn telja sig nú hafa þekkingu til þess að búa til bóluefni við fuglaflensu ef hún stökkbreytist og fer að berast milli manna en hins vegar er óttast að ekki takist að framleiða nóg af ef slíkur faraldur kæmi upp. Sá stofn fuglaflensunnar sem borist getur í menn, og hefur nú þegar dregið rúmelga 50 manns til dauða í Asíu, hefur á síðustu vikum greinst í Síberíu, Kaskastan og Úralfjöllum og er óttast að hún berist til Evrópu með farfuglum á næstu mánuðum. Allt kapp hefur því verið lagt á að finna bóluefni við flensunni ef hún skyldi stökkbreytast og fara að berast milli manna, en það er talin eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að milljónir deyi af völdum veikinnar. Þekkingin til þess að búa til bóluefni er til staðar en hins vegar er aðeins hægt að framleiða um 300 milljónir skammta af bóluefni ári sem er engan veginn nóg til að mæta þörfum heimsins. Framleiðslugetan en langmest á Vesturlöndum og því hætta á að fátækari ríki yrðu út undan ef fuglaflensa bærist út um heiminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×