Erlent

Aftur til vinnu eftir veikindi

Jacques Chirac Frakklandsforseti hélt í morgun fyrsta fund sinn með ríkisstjórninni eftir veikindi. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús fyrir um tíu dögum vegna æðakvilla sem höfðu áhrif á sjón hans og dvaldi hann þar í tæpa viku. Hann sneri svo aftur til starfa í gær og að sögn ráðherra á fundinum var hann hinn hressasti. Læknar hafa þó ráðlagt Chirac að fara sér engu óðslega næstu vikurnar og mun hann því ekki sækja fund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York sem hefst í þessari viku en Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, verður staðgengill hans þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×