Erlent

Sver af sér vinstrisamstarf

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sór og sárt við lagði í gær að hann myndi aldrei mynda ríkisstjórn sem væri komin upp á stuðning Vinstriflokksins, kosningabandalags austur- og vestur-þýskra sósíalista sem hugsanlegt er að muni ráða yfir oddaatkvæðum á þýska þinginu eftir kosningarnar um helgina. Kanslarinn vísaði einnig á bug vangaveltum um önnur hugsanleg stjórnarmynstur sem komið hafa upp í umræðunni í tilefni af því að óvíst er að systurflokkarnir á hægri vængnum, CDU og CSU, og væntanlegur stjórnarsamstarfsflokkur þeirra Frjálsir demókratar (í litrófi þýskra stjórnmála er slíkt stjórnarsamstarf kallað "svart-gult"), nái meirihluta í kosningunum. Sú staða í skoðanakönnunum hefur kynt undir vangaveltum um að niðurstaðan eftir kosningar verði svonefnd "stóra samsteypa", það er stjórnarsamstarf stóru flokkanna, Jafnaðarmannaflokksins SPD og CDU/CSU. Flest bendir þó til að Angela Merkel, leiðtogi CDU, verði kanslari, hvort sem það yrði fyrir "svart-gulri" stjórn eða "stóru samsteypu".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×