Fleiri fréttir

Vopnahlé eftir fjögurra ára stríð

Ariel Sharon og Mahmoud Abbas lýsa í dag yfir formlegu vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna sem kostað hafa þúsundir manna og kvenna lífið síðustu fjögur árin. </font /></b />

Þrjátíu létust í árásum vígamanna

Í það minnsta þrjátíu manns létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Fimmtán létu lífið og sautján særðust í bílsprengjuárás í Baquba þegar bifreið var lagt fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar þar og hún sprengd í loft upp. Mörg fórnarlambanna voru menn sem sóttust eftir vinnu hjá lögreglunni. Árásin í Baquba var sú mannskæðasta í Írak í gær.

Páfi lengur á sjúkrahúsi

Sjúkrahúslega Jóhannesar Páls II páfa verður nokkrum dögum lengri en talið var í síðustu viku. "Læknar hans hafa ráðlagt honum að dvelja hér nokkra daga í viðbót," sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður og samstarfsmaður páfa.

Saksóttir fyrir hleranir

Réttarhöld eru hafin yfir átta fyrrum yfirmönnum finnska farsímafélagsins Sonera sem gefið er að sök að hafa fyrirskipað að símtöl og tölvupóstskeyti starfsmanna fyrirtækisins skyldu rakin, slíkt brýtur í bága við finnsk lög sem heimila aðeins lögreglu að rekja fjarskipti fólks.

Banna flakk andanna

Víetnömsk yfirvöld hafa skipað þarlendum bændum að hafa eftirlit með öndum sem þeir ala og gæta þess að þær flakki ekki langt frá bóndabæjum þeirra. Þetta er gert til að sporna gegn útbreiðslu fuglaflensunnar.

Skotbardagar flestar nætur

Tóbakssmygl frá Rússlandi hefur aukist verulega eftir að Litháen varð aðili að Evrópusambandinu og er nú svo komið að flestar nætur kemur til skotbardaga milli tollvarða og smyglara.

Átján létust eftir afmælisveislu

Átján manns létu lífið á hóteli í Todolella þar sem þeir voru viðstaddir afmælisveislu. Einungis tveir veislugesta, annar þeirra afmælisbarnið, lifðu af.

Gott að vera kominn aftur heim

"Ég hef það gott og það er gott að vera heima hjá fjölskyldunni aftur," sagði Fabian Bengtsson í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins Siba sem fjölskyldan á og hann stýrir. Bengtsson sem er sænskur auðmaður var í haldi mannræningja í sautján daga.

Vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs

Skjótt skipast veður í lofti fyrir botni Miðjarðarhafs. Leiðtogar Ísraels og Palestínu sem hittast á sögulegum leiðtogafundi á morgun hafa ákveðið að tilkynna um vopnahlé á milli stríðandi fylkinga. Þá hafa þeir líka þekkst heimboð Bush Bandaríkjaforseta um annan leiðtogafund í Washington í vor.

Danska stjórnin heldur meirihluta

Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum.

Hafnar sprautuáætlun SÞ

Breska dagblaðið <em>The Observer</em> skýrir frá því í dag að andstaða Bandaríkjastjórnar við sprautuáætlun Sameinuðu þjóðanna setji baráttu samtakanna gegn alnæmi í uppnám. Sameinuðu þjóðirnar hafa stutt að fíklum séu gefnar hreinar sprautur til að vinna gegn því að þeir smiti hver annan af alnæmi með því að skiptast á sprautum.

Þúsundir minnast Marleys í Eþíópíu

Þúsundir aðdáenda reggíkóngsins Bobs Marleys komu saman á tónleikum í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær til að minnast tónlistarmannsins sem hefði orðið sextugur í dag, en hann lést úr krabbameini árið 1981, 36 ára að aldri. Marley, sem var frá Jamaíku, leit á Eþíópíu sem sitt andlega föðurland eins og aðrir rastafarar.

Gefa lítið fyrir orð Rice

Írönsk stjórnvöld gefa lítið fyrir yfirlýsingar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að Íranar virði mannréttindi að vettugi og reyni að halda því leyndu að verið sé að smíða kjarnorkusprengju í landinu. Rice sagði fyrir helgi að stjórnvöld í Washington hefðu lítinn áhuga á að taka þátt í viðræðum Evrópuríkja við Íran um efnahagsaðstoð ef hætt verður framleiðslu á kjarnorkueldsneyti í Íran.

Stórsigur stjórnar í Taílandi

Stjórnarflokkurinn í Taílandi vann stórsigur í þingkosningum sem þar voru haldnar í dag ef marka má útgönguspár. Allt bendir því til þess að auðjöfurinn Thaksin Shinawatra sitji fjögur ár til viðbótar á forsætisráðherrastóli. Demókrataflokkurinn, sem er aðalstjórnarandstöðuflokkurinn í Taílandi, hefur þegar játað sig sigraðan og óskað Shinawatra til hamingju.

27 látnir í rútuslysi í Indlandi

Að minnst kosti 27 létust og 14 slösuðust lavarlega þegar rúta fór út af vegi og endaði ofan í gili í Kashmir-héraði á Indlandi í dag. Samkvæmt lögreglu á svæðinu virðist sem bílstjóri rútunnar hafi misst stjórn á henni í beygju, en vegir á svæðinu eru mjög hálir vegna mikilla rigninga að undanförnu.

Þarf að fá ríkisborgararétt

Lögfræðingar Bobbys Fischers segja að það sé grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Ríkisborgararéttur myndi marka tímamót og koma máli hans loks á hreyfingu.

Páfi blessaði fólk í Róm

Jóhannes Páll páfi kom út í glugga á herbergi sínu á Gemelli-spítalanum í Róm nú fyrir stuttu, veifaði til mannfjöldans og blessaði hann. Páfi líktist sjálfum sér, var hrumur og veikburða og líklega engu meira veikburða en hann hefur verið undanfarin ár. Aðstoðarmaður hans las upp yfirlýsingu frá páfa þar sem hann þakkaði heimsbyggðinni fyrir sýnda umhyggjusemi í veikindum sínum.

Auðkýfingur áfram forsætisráðherra

Stjórnarflokkurinn í Taílandi með geysivinsælan en umdeildan auðkýfing í fararbroddi vann stórsigur í þingkosningum sem þar voru haldnar í dag.

Stjórnin enn sterk í Danmörku

Stjórn Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, heldur velli í kosningunum í landinu samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var Berlingske Tidende í dag. Flokkur Rasmussens, Venstre, og samstarfsflokkarnir fengju 94 af 179 sætum á danska þinginu ef kosið yrði í dag.

Íranar hóta að svara fyrir sig

Íranar munu svara fyrir sig og reyna að flýta kjarorkuáætlun sinni ef Bandaríkjamenn eða Ísraelar gera árás á staði í Íran þar sem unnið er að kjarnorkumálum. Þetta sagði yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans í dag og bætti við að Vesturlönd gætu ekki komið í veg fyrir að Íranar héldu áfram framleiðslu kjarnorkueldsneytis.

Reyna að bjarga regnskógunum

Leiðtogar ríkja í Mið-Afríku undirrituðu um helgina samkomulag um að vinna að varðveislu annars stærsta regnskógar jarðar sem teygir sig yfir 200 milljónir hektara og nær inn í sex ríki. Á ráðstefnu um helgina hétu leiðtogarnir því að ráðast gegn veiðiþjófnaði og ólöglegu og óábyrgu skógarhöggi til þess að reyna að varðveita fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf á svæðinu.

Mótmæli hafa ekki áhrif á áform

Stjórnvöld í Frakklandi hyggjast ekki hverfa frá áformum um að lengja vinnuvikuna þar í landi þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í gær. Þetta segir fjármálaráðherra Frakklands, en áformin eru liður í umbótum sem m.a. snerta vinnulöggjöf, lífeyri og skóla.

Vill að leiðtogar semji sjálfir

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að sitja leiðtogafund Sharons og Abbas á þriðjudag þótt hún sé nú í heimsókn fyrir botni Miðjarðarhafs. Rice segist kjósa að leiðtogarnir semji sín á milli sjálfir án þess að erlendir leiðtogar eða embættismenn sinni hlutverki sáttasemjara.

Lykketoft ekki slegið í gegn

<b><font face="Helv" color="#008080"> Séra Þórir Jökull Þorsteinsson í Danmörku segir að kosningabaráttan standi milli Jafnaðarflokksins undir forystu Mogens Lykketoft og Venstre með Anders Fogh Rasmussen í broddi fylkingar. Lykketoft virðist ekki hafa slegið í gegn meðal kjósenda eða ögra veldi Venstre. </font></b>

Eldgos í 22 ár

Hraun úr eldfjallinu Kilauea á Havaí rennur nú í sjóinn á tveimur nýjum stöðum í gosi sem hefur staðið yfir í 22 ár. Eldgosið er í eldfjallaþjóðgarði Havaí og ferðalangar sem þangað koma verða ekki sviknir. Glóandi hraunið rennur í sjóinn sem hvæsir við að fá svo óvæntan gest.

Íranir gagnrýna Vesturlönd

Íranar skora á Evrópusambandið að taka viðræður um kjarnorkuáætlun Írana alvarlegar. Fulltrúi stjórnarinnar sagði á blaðamannafundi að Íranar hefðu slegið á frest áætlunum sínum um að auðga úran, en það er forsenda framleiðslu kjarnorkuvopna.

Ætluðu að sprengja ísbíla

Embættismenn í Kúvæt staðfestu í gær að þeir hefðu handtekið grunaða hryðjuverkamenn sem lagt hefðu á ráðin um árásir á bandaríska hermenn.

Stofna nefnd um lausn fanga

Forystumenn í Palestínu og Ísrael samþykktu á laugardag að stofna sameiginlega nefnd sem fjalla á um lausn pólitískra fanga sem Ísrealar hafa í haldi. Þetta kemur í kjölfar þess að Ísraelar létu níu hundruð fanga lausa í síðustu viku.

Föst skot ganga á milli þjóðanna

Kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Íran og harkalegar yfirlýsingar ganga á víxl. Írönsk yfirvöld segjast munu bregðast af fullri hörku við bandarískri árás á íranskt kjarnorkuver. Slík árás hefði aðeins þær afleiðingar í för með sér að Íranar tvíeflist í kjarnorkuframleiðslu sinni.

Þar sem tíminn stóð í stað

Áform eru um að grafa upp hús í Vestmannaeyjum sem urðu undir vikri í eldgosinu 1973 og kallast verkefnið Pompeii norðursins. Nafn sitt dregur verkefnið af rómverska bænum Pompeii en hann eyddist í eldgosi árið 79 e. Kr.

Hafnar hugmyndum Breta

Bandaríkjastjórn hefur hafnað tillögu Breta um hvernig sé best að ráða að niðurlögum fátæktar og lækka skuldir þriðja heims ríkja. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti tillögur sínar á fundi fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims í gær en þær felast í því að kom á fót nokkurs konar Marshall-áætlun fyrir fátækustu lönd heims.

Páfi á hægum batavegi

Jóhannes Páll páfi annar er á hægum batavegi og nærist eðlilega, eftir því sem talsmaður Vatíkansins segir. Búist er við að páfi muni messa á morgun eins og aðra sunnudaga en að ávarpinu verði sjónvarpað beint frá sjúkrabeðinum. Páfi sem er 84 ára fékk slæma flensu um síðustu helgi og hefur legið á sjúkrahúsi síðan.

Bið á heimför til Súdans

Nokkur bið gæti orðið á því að flóttmenn frá Suður-Súdan geti snúið til síns heima, eftir því sem fram kemur hjá fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda. Ástæðan er sögð sú að innviðir samfélagsins eru í rúst auk þess sem stór svæði eru undirlögð af jarðsprengjum.

Flak flugvélar fundið í Afganistan

Enginn komst lífs af í flugslysinu sem varð í Afganistan fyrir tæpum tveimur sólarhringum. Flak vélarinnar fannst fyrst í morgun skammt frá þorpi sem liggur aðeins 35 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Kabúl.

Upplýsingalög notuð í kosningum

Stjórnmálaflokkar Bretlands saka nú hver annan um að notfæra sér bresku upplýsingalögin til að grafa upp persónuleg smáatriði, skít og áróður gegn einstaka frambjóðendum til að nota í kosningabaráttu sinni. Þingkosningar verða haldnar í Bretlandi í maí og flokkarnir eru þegar komnir á fullt í baráttuna.

Sjö hermenn felldir í Írak

Sjö írakskir hermenn liggja í valnum eftir árásir uppreisnarmanna í morgun. Árásum hefur heldur fækkað eftir kosningarnar um síðustu helgi, sem uppreisnarmönnum mistókst að eyðileggja, en þó hafa að minnsta kosti 20 írakskir hermenn fallið síðustu vikuna.

Neitar að ráðast gegn fátækt

Bandaríkjastjórn neitar að taka þátt í því að ráða að niðurlögum fátæktar og lækka skuldir þriðja heims ríkja samkvæmt breskri tillögu. Bandaríkjamenn segjast vilja fara sínar eigin leiðir í þessum efnum.

Taldir tengjast árásum í Madríd

Dómari á Spáni úrskurðaði í dag að hálfbræður af marokkóskum uppruna sem handteknir voru á þriðjudag skuli sæta gæsluvarðhaldi þar sem talið er að þeir hafi starfað með þeim sem stóðu á bak við hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars í fyrra.

Vill meira lýðræði í Rússlandi

Conoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag til meira lýðræðis í Rússlandi á blaðamannafundi í Varsjá í Póllandi. Rice er nú á ferðalagi um Evrópu og mun í dag hitta rússneskan starfsbróður sinn, Sergei Lavrov, í Ankara í Tyrklandi. Á blaðamannafundinum í Varsjá sagði Rice að mikilvægt væri fyrir Rússa efla vægi laga og óháðra dómstóla ásamt því að leyfa frjálsum og óháðum fjölmiðlum að starfa í landinu.

Unnið að afskrift skulda

Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á ráðstefnu sinni í Lundúnum í dag að vinna frekar að því að afskrifa opinberar skuldir fátækustu ríkja heims auk þess sem stefnt er að því að styrkja efnahag fátækra ríkja og verslun og viðskipti.

Mótmæla lengri vinnuviku

Talið er að rúmlega fimmtíu þúsund Frakkar hafi gengið um götur borga landsins í dag til þess að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að lengja vinnuvikuna í Frakklandi. Samkvæmt lögum í Frakklandi er vinnuvikan nú 35 klukkustundir en Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra landsins, hefur lýst því yfir að lengja þurfi vinnuvikuna til þess að gera Frakkland samkeppnishæfara og til að draga úr atvinnuleysi sem er nú um 10 prósent.

Vilja stól forsætisráðherra

„Sjítar vilja forsætisráðherraembættið í nýrri stjórn og munu ekki láta það af hendi,“ sagði Hamed Al-Bayati, varautanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, við Reuters-fréttastofuna í dag. Al-Bayati tilheyrir bandalagi sjíta sem hefur fengið um tvo þriðju hluta atkvæða í kosningunum í Írak nú þegar 35 prósent hafa verið talin.

Páfi flytur blessun á morgun

Jóhannes Páll páfi annar er ekki orðinn nógu hraustur til þess að messa á morgun en hann mun í staðinn fara með blessun sem sjónvarpað verður frá sjúkrabeði hans. Þetta segja talsmenn Vatíkansins og bæta við að páfi muni einnig missa af guðsþjónustu í basilíku heilags Péturs á öskudag en henni hefur hann aldrei sleppt áður á þeim 26 árum sem hann hefur setið á valdastóli.

Reynt að semja um skuldalækkun

Mikilvæg tímamót eða enn ein marklaus viljayfirlýsingin? Ekki eru allir á einu máli um niðurstöðu fjármálaráðherra ríkustu þjóða heims sem reyndu í dag, með litlum árangri, að komast að samkomulagi um það hvernig bjarga ætti Afríku úr fátæktargildru og lækka skuldir þriðja heims ríkja.

Spillingu mætt af hörku

„Spillingu verður mætt með hörku,“ segir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og heitir því að sækja yfirmenn í olíusöluhneykslinu til saka. Annan hefur sjálfur verið sakaður um að tengjast málinu og enn eru ekki öll kurl komin til grafar.

Sjá næstu 50 fréttir