Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2025 15:15 England er Evrópumeistari kvenna annað skiptið í röð. EPA/TIL BUERGY England er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir sigur gegn Spánverjum í úrslitum í dag. Eins og svo margir leikir á þessu móti bauð úrslitaleikurinn upp á mikla skemmtun, enda voru þarna ríkjandi Evrópumeistarar að mæta ríkjandi heimsmeisturum. Fyrirfram bjuggust kannski margir við því að spænska liðið yrði sterkari aðilinn í leik dagsins. Samkvæmt tölfræðinni voru þær spænsku vissulega með yfirhöndina, en liðin fengu þó færi á báða bóga. Spænska liðið varð hins vegar fyrra til að brjóta ísinn þegar Mariona Caldentey, leikmaður Arsenal, skoraði fallegt mark á 25. mínútu og það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. Spánverjar fagna fyrsta marki leiksins.EPA/TIL BUERGY Enska liðið neyddist til að gera skiptingu í fyrri hálfleik þegar Lauren James fór meidd af velli. Inn á í hennar stað mætti Chloe Kelly og það átti eftir að reynast heillaspor. Kelly átti nefnilega frábæra fyrirgjöf á 57. mínútu sem fann ennið á Alessiu Russo. Russo teygði sig örlítið í boltann og skallaði hann af miklu öryggi í sömu átt og hann kom úr. Boltinn söng í netinu og allt orðið jafnt á ný. Þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga tókst hvorugu liðinu að stela sigrinum í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Markinu fagnað af innlifun.EPA/GEORGIOS KEFALAS Líkt og í venjulegum leiktíma fengu bæði lið tækifæri til að stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Því var orðið ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Beth Mead fór fyrst á punktinn fyrir enska liðið og skoraði. Hún hins vegar rann í spyrnunni og snerti boltann tvisvar og þurfti því að taka spyrnuna aftur. Í þetta skipti hitti hún boltann vel, en Cata Coll var mætt í hornið og varði frá henni. Spánverjar skoruðu úr sinni fyrstu spyrnu og Englendingar sinni annarri, en Hannah Hampton varði svo slappa spyrnu frá Mariona Caldentey og allt orðið jafnt á ný. Hampton gerði sér svo lítið fyrir og varði næstu spyrnu Spánverja líka, í þetta skipti frá Aitana Bonmatí. Næstu tvær spyrnur fóru einnig forgörðum því Cata Coll varði frá Leah Williamson áður en Salma Paralluelo setti sína spyrnu framhjá. Enska liðið fékk því tækifæri til að tryggja sér titilinn með fimmtu spyrnunni. Chloe Kelly steig á punktinn og tók sitt furðulega aðhlaup. Hún gerði engin mistök, skoraði af öryggi og tryggði Englendingum Evræopumeistaratitilinn, annað skipti í röð. EM 2025 í Sviss
England er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir sigur gegn Spánverjum í úrslitum í dag. Eins og svo margir leikir á þessu móti bauð úrslitaleikurinn upp á mikla skemmtun, enda voru þarna ríkjandi Evrópumeistarar að mæta ríkjandi heimsmeisturum. Fyrirfram bjuggust kannski margir við því að spænska liðið yrði sterkari aðilinn í leik dagsins. Samkvæmt tölfræðinni voru þær spænsku vissulega með yfirhöndina, en liðin fengu þó færi á báða bóga. Spænska liðið varð hins vegar fyrra til að brjóta ísinn þegar Mariona Caldentey, leikmaður Arsenal, skoraði fallegt mark á 25. mínútu og það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. Spánverjar fagna fyrsta marki leiksins.EPA/TIL BUERGY Enska liðið neyddist til að gera skiptingu í fyrri hálfleik þegar Lauren James fór meidd af velli. Inn á í hennar stað mætti Chloe Kelly og það átti eftir að reynast heillaspor. Kelly átti nefnilega frábæra fyrirgjöf á 57. mínútu sem fann ennið á Alessiu Russo. Russo teygði sig örlítið í boltann og skallaði hann af miklu öryggi í sömu átt og hann kom úr. Boltinn söng í netinu og allt orðið jafnt á ný. Þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga tókst hvorugu liðinu að stela sigrinum í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Markinu fagnað af innlifun.EPA/GEORGIOS KEFALAS Líkt og í venjulegum leiktíma fengu bæði lið tækifæri til að stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Því var orðið ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Beth Mead fór fyrst á punktinn fyrir enska liðið og skoraði. Hún hins vegar rann í spyrnunni og snerti boltann tvisvar og þurfti því að taka spyrnuna aftur. Í þetta skipti hitti hún boltann vel, en Cata Coll var mætt í hornið og varði frá henni. Spánverjar skoruðu úr sinni fyrstu spyrnu og Englendingar sinni annarri, en Hannah Hampton varði svo slappa spyrnu frá Mariona Caldentey og allt orðið jafnt á ný. Hampton gerði sér svo lítið fyrir og varði næstu spyrnu Spánverja líka, í þetta skipti frá Aitana Bonmatí. Næstu tvær spyrnur fóru einnig forgörðum því Cata Coll varði frá Leah Williamson áður en Salma Paralluelo setti sína spyrnu framhjá. Enska liðið fékk því tækifæri til að tryggja sér titilinn með fimmtu spyrnunni. Chloe Kelly steig á punktinn og tók sitt furðulega aðhlaup. Hún gerði engin mistök, skoraði af öryggi og tryggði Englendingum Evræopumeistaratitilinn, annað skipti í röð.
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti