Erlent

Bið á heimför til Súdans

Nokkur bið gæti orðið á því að flóttmenn frá Suður-Súdan geti snúið til síns heima, eftir því sem fram kemur hjá fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda. Ástæðan er sögð sú að innviðir samfélagsins eru í rúst auk þess sem stór svæði eru undirlögð af jarðsprengjum. Vonir vöknuðu meðal flóttamannanna í síðasta mánuði þegar ríkisstjórn Súdans samdi við uppreisnarmenn í suðurhluta landsins eftir tuttugu og eins árs borgarastyrjöld en nú er útlit fyrir að flóttamennirnir geti ekki lagt af stað heim fyrr en í október á þessu ári. Talið er að þrjár milljónir Súdana hafi flúið til annarra Afríkuríkja í hinni áralöngu borgarstyrjöld og eru flestir þeirra í nágrannaríkinu Úganda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×