Erlent

Átján létust eftir afmælisveislu

Átján manns létu lífið á hóteli í Todolella þar sem þeir voru viðstaddir afmælisveislu. Einungis tveir veislugesta, annar þeirra afmælisbarnið, lifðu af. Fólkið sem lést svaf saman í stóru herbergi sem var hitað með gasofni. Svo virðist sem ofninn hafi eitrað út frá sér og allir þeir sem sváfu í herberginu létust. Afmælisbarnið fann hina látnu, flesta á fertugs- og fimmtugsaldri, þegar hann leit inn í herbergi vina sinna daginn eftir afmælisveisluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×