Erlent

Stórsigur stjórnar í Taílandi

Stjórnarflokkurinn í Taílandi vann stórsigur í þingkosningum sem þar voru haldnar í dag ef marka má útgönguspár. Allt bendir því til þess að auðjöfurinn Thaksin Shinawatra sitji fjögur ár til viðbótar á forsætisráðherrastóli. Demókrataflokkurinn, sem er aðalstjórnarandstöðuflokkurinn í Taílandi, hefur þegar játað sig sigraðan og óskað Shinawatra til hamingju. Kosningarnar marka tímamót því þetta er í fyrsta sinn í sögu landsins sem forsætisráðherra situr út kjörtímabil, hvað þá að hann sé endurkjörinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða allt að 70%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×