Erlent

Íranar hóta að svara fyrir sig

Íranar munu svara fyrir sig og reyna að flýta kjarorkuáætlun sinni ef Bandaríkjamenn eða Ísraelar gera árás á staði í Íran þar sem unnið er að kjarnorkumálum. Þetta sagði yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans í dag og bætti við að Vesturlönd gætu ekki komið í veg fyrir að Íranar héldu áfram framleiðslu kjarnorkueldsneytis. Bandaríkjamenn óttast að Íranar hyggist smíða kjarnavopn með kjarnorkuáætlun sinni en yfirvöld í Íran hafa staðfastlega neitað því. Evrópusambandið hefur að undanförnu rætt við Írana um að hætta við alveg kjarnorkuáætlun sína en Íranar samþykktu í nóvember síðastliðnum að gera hlé á auðgun úrans gegn því að fá efnahagsaðstoð. Talið er Íranar eigi flugskeyti sem geta dregið til Ísraels og til herstöðva Bandaríkjanna í Miðausturlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×