Erlent

Lykketoft ekki slegið í gegn

Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp og einkum snúist um innflytjendamálin, atvinnumálin og skólamálin en utanríkismálin lítið verið rædd, þar með talið Íraksmálið. "Umræðan um innflytjendur, ekki síst frá löndum íslam, er óendanleg og sitt sýnist hverjum þó flestir Danir virðist óska þess að geta gert meira. Einhvern veginn hefur sú pólitík samt orðið ofan á að stemma stigu við straumi innflytjenda," segir Þórir Jökull. Honum heyrist samstarf Venstre, íhaldsmanna (Konservative) og Dansk Folkeparti ætla að halda sér eftir kosningar. Jafnaðarmenn undir forystu Lykketofts virðist ekki komast í þá stöðu að geta leitt stjórnarmyndun. Spurningin sé sú hvort þessir þrír flokkar muni starfa saman áfram. "Ég heyri samt umræðu um að sósíaldemókrötum væri líklega betur treystandi til þess að efla danskt velferðarkerfi sem hefur verið á undanhaldi," segir hann. Kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier lagði nafn sitt við harða árás á Anders Fogh Rasmussen í blaðaauglýsingu en Þórir Jökull segist lítið hafa heyrt um áhrif hennar. Hin pólitíska umræða hafi náð út í öll horn síðustu daga. Danir séu meðvitaðir um að þeir hafi áhrif á það hvernig þjóðfélagi verði byggt. Stjórnmálamenn séu líka ofurseldir fjölmiðlaumræðu og þar séu þeir dæmdir, vegnir og léttvægir fundnir. Fjölmiðlar taki þá í bakaríið með óvægnum hætti ef ástæða þyki til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×