Erlent

Reyna að bjarga regnskógunum

Leiðtogar ríkja í Mið-Afríku undirrituðu um helgina samkomulag um að vinna að varðveislu annars stærsta regnskógar jarðar sem teygir sig yfir 200 milljónir hektara og nær inn í sex ríki. Á ráðstefnu um helgina hétu leiðtogarnir því að ráðast gegn veiðiþjófnaði og ólöglegu og óábyrgu skógarhöggi til þess að reyna að varðveita fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf á svæðinu. Í regnskógunum býr um helmingur villtra dýra í Afríku og þar er að finna yfir tíu þúsund plöntutegundir. Wangari Maathai frá Kenía, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur verið skipaður sérstakur sendiherra regnskóganna, en hún fékk einmitt Nóbelsverðlaunin fyrir starf að umhverfismálum og baráttu gegn spillingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×