Erlent

Ætluðu að sprengja ísbíla

Embættismenn í Kúvæt staðfestu í gær að þeir hefðu handtekið grunaða hryðjuverkamenn sem lagt hefðu á ráðin um árásir á bandaríska hermenn. Mennirnir höfðu áformað að fylla ísbíla af sprengiefni til árásanna. Í yfirheyrslum kom fram að til hefði staðið að stilla sakleysislegum ísbílum og söluvögnum við hraðbrautir og sprengja þá í loft upp þegar hermenn ferðuðust þar um á leið sinni til Íraks. Um fjörutíu manns hafa verið handteknir á síðustu vikum í Kúvæt eftir að yfirvöld þar upphófu mikla herferð gegn ofbeldismönnum úr röðum múslima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×