Föst skot ganga á milli þjóðanna 6. febrúar 2005 00:01 Kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Íran og harkalegar yfirlýsingar ganga á víxl. Írönsk yfirvöld segjast munu bregðast af fullri hörku við bandarískri árás á íranskt kjarnorkuver. Slík árás hefði aðeins þær afleiðingar í för með sér að Íranar tvíeflist í kjarnorkuframleiðslu sinni. Deilur Bandaríkjastjórnar og Írans hafa verið að stigmagnast að undanförnu. Í grunninn stendur þessa deila auðvitað um stjórnarfar í Íran en hún kristallast í orðaskaki um kjarnorkuáætlun landsins. Vestræn yfirvöld hafa áhyggjur af þeim aukna krafti sem hefur virst í kjarnorkuframleiðslu Írana og óttast að stjórnvöld hyggist framleiða kjarnorkuvopn á laun. Stjórnvöld í Íran harðneita þessu og segjast aðeins framleiða kjarnorkueldsneyti til að knýja kjarnorkuver og slík raforkuframleiðsla sé grundvallarréttur hverrar þjóðar. Evrópusambandið hefur tekið frumkvæðið í að reyna að semja á friðasamlegan hátt við yfirvöld í Íran og fá þau til að láta af kjarnorkuáætlun sinni. Þegar hefur tekist að fá þau til að fresta áætluninni en framtíðin er ekki björt ef marka má yfirlýsingar stjórnvalda í Íran. Æðsti yfirmaður öryggisráðs Írana fullyrti í viðtali við Reuters-fréttastofuna í dag að Íran myndi aldrei láta undan þrýstingi Vesturlanda í þessu tilliti. Orrahríðin magnast því bandarískir ráðamenn mættu líka hver á fætur öðrum í sunnudagsspjallþætti í dag. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn ættu í vandræðum með ríkisstjórn Írans, ekki aðeins sökum vilja hennar til að koma upp kjarnavopnum heldur einnig þar sem hún hefði stutt hryðjuverkamenn um árabil. Þá tók Cheney undir orð George Bush þar sem hann allt að því hvatti ungt fólk í Íran til að rísa upp gegn yfirvöldum. Cheney sagði að forsetinn vildi undirstrika að Bandaríkin styddu þrá Írana eftir frelsi og lýðræði. Hann hefði sagt að Bandaríkjamenn hvettu umbótasinna í Íran til að vinna að því að byggja upp raunverulegt lýðræði, lýðræði sem fæli ekki ókjörnum mönnum gífurleg völd eins og raunin væri nú. Cheney sagði að Bandaríkjastjórn teldi að slíkt grefði undan friði og stöðugleika í Miðausturlöndum Erlent Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira
Kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Íran og harkalegar yfirlýsingar ganga á víxl. Írönsk yfirvöld segjast munu bregðast af fullri hörku við bandarískri árás á íranskt kjarnorkuver. Slík árás hefði aðeins þær afleiðingar í för með sér að Íranar tvíeflist í kjarnorkuframleiðslu sinni. Deilur Bandaríkjastjórnar og Írans hafa verið að stigmagnast að undanförnu. Í grunninn stendur þessa deila auðvitað um stjórnarfar í Íran en hún kristallast í orðaskaki um kjarnorkuáætlun landsins. Vestræn yfirvöld hafa áhyggjur af þeim aukna krafti sem hefur virst í kjarnorkuframleiðslu Írana og óttast að stjórnvöld hyggist framleiða kjarnorkuvopn á laun. Stjórnvöld í Íran harðneita þessu og segjast aðeins framleiða kjarnorkueldsneyti til að knýja kjarnorkuver og slík raforkuframleiðsla sé grundvallarréttur hverrar þjóðar. Evrópusambandið hefur tekið frumkvæðið í að reyna að semja á friðasamlegan hátt við yfirvöld í Íran og fá þau til að láta af kjarnorkuáætlun sinni. Þegar hefur tekist að fá þau til að fresta áætluninni en framtíðin er ekki björt ef marka má yfirlýsingar stjórnvalda í Íran. Æðsti yfirmaður öryggisráðs Írana fullyrti í viðtali við Reuters-fréttastofuna í dag að Íran myndi aldrei láta undan þrýstingi Vesturlanda í þessu tilliti. Orrahríðin magnast því bandarískir ráðamenn mættu líka hver á fætur öðrum í sunnudagsspjallþætti í dag. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn ættu í vandræðum með ríkisstjórn Írans, ekki aðeins sökum vilja hennar til að koma upp kjarnavopnum heldur einnig þar sem hún hefði stutt hryðjuverkamenn um árabil. Þá tók Cheney undir orð George Bush þar sem hann allt að því hvatti ungt fólk í Íran til að rísa upp gegn yfirvöldum. Cheney sagði að forsetinn vildi undirstrika að Bandaríkin styddu þrá Írana eftir frelsi og lýðræði. Hann hefði sagt að Bandaríkjamenn hvettu umbótasinna í Íran til að vinna að því að byggja upp raunverulegt lýðræði, lýðræði sem fæli ekki ókjörnum mönnum gífurleg völd eins og raunin væri nú. Cheney sagði að Bandaríkjastjórn teldi að slíkt grefði undan friði og stöðugleika í Miðausturlöndum
Erlent Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira