Fleiri fréttir Fleiri fljúga með lággjaldafélögum Lággjaldaflugfélög í Evrópu fluttu alls 80 milljónir farþega á síðasta ári. Þetta er nærri helmingsaukning frá árinu 2003 þegar 47 milljónir farþega í Evrópu ferðuðust með lággjaldaflugfélögum. Hlutdeild lággjaldafélaganna í öllum flugferðum í Evrópu er þar með orðin meira en fimmtungur. Sérfræðingar spá því að árið 2010 kunni hlutdeildin að vera komin upp í heil 40 prósent. 4.2.2005 00:01 Mannskætt lestarslys á Indlandi Að minnsta kosti 19 létust og og 11 særðust þegar lest var ekið á dráttarvél með vagni sem flutti gesti í brúðkaup í Kanhan 800 kílókmetra norðaustur af Bombay á Indlandi í dag. Ökumaður dráttarvélarinnar sá lestina ekki þegar hann ók yfir sporið, en lestin ýtti dráttarvélarvagninum á undan sér eina 200 metra áður en hún stöðvaðist. 4.2.2005 00:01 Innrás ekki á dagskránni í bili Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf í morgun fyrstu Evrópureisu sína í embætti á því að heimsækja Bretland. Rice sat fyrir stundu blaðamannafund með breska starfsbróður sínum, Jack Straw, og lýsti því yfir að Bretland væri meginstuðningsland Bandaríkjanna. Rice var spurð hvort innrás í Íran væri yfirvofandi og svaraði því á þá leið að innrás væri ekki á dagskránni, í bili að minnsta kosti. 4.2.2005 00:01 Hermönnum fækkað í Írak á næstunni Bandarískum hermönnum í Írak verður fækkað um fimmtán þúsund á næstu vikum. Þetta sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á bandaríska þinginu í gær. Hins vegar yrði þeim líklega ekki fækkað meira það sem eftir lifði þessa árs. 4.2.2005 00:01 Flugvél fórst í Afganistan Farþegaflugvél með yfir hundrað farþega fórst skammt frá Kabúl í Afganistan í nótt. Brak vélarinnar fannst nú skömmu fyrir hádegi en ekkert hafði til hennar spurst frá því í nótt. Vélin var í innanlandsflugi á leið frá Herat til Kabúl. Flugturninn á flugvellinum í Kabúl missti samband við vélina skömmu eftir að henni hafði verið gert að fresta lendingu vegna slæmra skilyrða. 4.2.2005 00:01 Lesblinda hefur áhrif á akstur Lesblinda hefur svipuð áhrif á aksturshæfileika fólks og áfengi. Ný rannsókn sýnir að viðbragðsflýtir lesblinds fólks í akstri er svipaður og þeirra sem eru fullir. 4.2.2005 00:01 Ítalskri blaðakonu rænt í Írak Ítalskri blaðakonu var rænt í Bagdad í morgun þar sem hún var í miðju viðtali á götu úti. Írakska lögreglan skýrði frá þessu nú rétt fyrir fréttir. Blaðakonan, sem vinnur á ítalska blaðinu Il Manifesto, var að taka viðtöl við fólk nærri háskólanum í borginni þegar byssumenn bar þar að og hrifsuðu hana með sér upp í bíl. 4.2.2005 00:01 Bretar drykkfelldastir í Evrópu Bretar kunna sér síst allra Evrópuþjóða hóf þegar áfengisdrykkja er annars vegar. Sögusögnin um menningarlega drykkju Frakka stenst hins vegar fyllilega skoðun. 4.2.2005 00:01 Tymosjenko næsti forsætisráðherra Þingið í Úkraínu samþykkti í dag einróma að Júlía Tymosjenko skyldi verða næsti forsætisráðherra landsins. Forseti landsins, Viktor Júsjenko, tilnefndi Tymosjenko í embættið fyrir skemmstu, en hún hefur verið nokkuð umdeild í landinu. 4.2.2005 00:01 Páfi á góðum batavegi Líðan Jóhannesar Páls páfa batnar stöðugt að sögn Vatíkansins. Talsmaður þess sagði jafnframt að Páfi væri byrjaður að borða á nýjan leik, en hann fékk slæma sýkingu í hálsi sem varð til þess að hann þurfti að fara á sjúkrahús. Ekki hefur enn verið gefið upp hvort páfi mun halda vikulegt sunnudagsávarp sitt eftir tvo daga. 4.2.2005 00:01 Bandalag sjíta með 67% atkvæða Þegar 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar eftir kosningarnar í Írak hefur bandalag sjíta hlotið 67 prósent atkvæða en flokkur Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, átján prósent. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag. 4.2.2005 00:01 Atkvæði greidd um veggjald Íbúar í Edinborg í Skotlandi munu á mánudag hefja atkvæðagreiðslu um það hvort innheimta eigi veggjald af þeim sem leggja leið sína inn í miðborgina á bíl, en slíkt fyrirkomulag er nú þegar í Lundúnum. Verði tillagan samþykkt munu ökumenn þurfa að greiða tvö pund, um 240 krónur, fyrir að aka inn í miðborgina á virkum dögum. 4.2.2005 00:01 Vinna að lausn blaðakonu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að stjórnvöld hafi þegar hafið undirbúning að samningaviðræðum við þá sem rænt hafi Giuliönu Sgrena, blaðakonu ítalska blaðsins Il Manifesto, í miðju viðtali nærri háskólanum í Bagdad fyrr í dag. Berlusconi vildi ekki tjá sig frekar um málið, en blaðakonan er áttundi Ítalinn sem rænt er í Írak eftir innrásina í landið. 4.2.2005 00:01 Segjast hafa myrt 29 lögreglumenn Uppreisnarhópur í Írak sendi frá sér yfirlýsingu á Netinu í dag þar sem hann sagðist hafa drepið 29 írakska lögreglumenn og tekið sjö til fanga í fyrirsát í vikunni. Hópurinn kallast Her Ansars al-Sunna og segist hann hafa setið fyrir bílalest írakskra lögreglumanna við Abu Ghraib, vestur af Bagdad. 4.2.2005 00:01 Bauðst tvisvar til að segja af sér Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst tvisvar til að segja af sér þegar fangamisþyrmingarnar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak voru hvað mest áberandi í fyrra. Í bæði skiptin hafnaði George W. Bush Bandaríkjaforseti afsögn hans. 4.2.2005 00:01 Farþegaþotu með 104 manns saknað Farþegaþota með 104 einstaklinga innanborðs er talin hafa hrapað nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans, í óveðri sem hún flaug í gegnum. Flugvélin hvarf af ratsjám yfir fjalllendi, suðaustur af borginni, þar sem henni var flogið gegnum snjóbyl. 4.2.2005 00:01 Árás ekki á dagskrá Árás á Írak er ekki á dagskránni, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við upphaf vikulangs ferðalags síns til Evrópu. Hún sagði hins vegar breiða samstöðu um að Íranar mættu ekki nota friðsamlega kjarnorkuáætlun sem yfirvarp tilrauna til að koma sér upp gjöreyðingarvopnum. 4.2.2005 00:01 Björguðu börnum af skíðahóteli Kalla þurfti á aðstoð austurríska hersins þegar 300 gestir á skíðahóteli í austurrísku ölpunum voru innikróaðir vegna snjóflóða sem höfðu fallið á vegi í nágrenninu og hætta var á fleiri flóðum. 4.2.2005 00:01 Gamlir hermenn vernd nýja stjórn Fjórtánda tilraunin til að koma á röð og reglu í Sómalíu stendur nú yfir. Fyrstu meðlimir nýs þings landsins komu til höfuðborgarinnar umkringdir vopnuðum vörðum til varnar gegn vígasveitum stríðsherra og glæpamönnum.</font /></b /> 4.2.2005 00:01 Listi sjíaklerks fær mest fylgi Sameinaða íraska bandalagið hefur mikið forskot á önnur framboð í írösku kosningunum samkvæmt þeim tölum sem hafa verið birtar. 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar úr tíu héruðum þar sem sjía-múslimar eru fjölmennir. 4.2.2005 00:01 Vilja setja páfa aldurstakmörk Kardínálar kaþólsku kirkjunnar eru farnir að ræða um það í fullri alvöru að setja aldurstakmörk fyrir páfa. Ástæðan er veikindi Jóhannesar Páls II sem mörgum þykja hafa veikt kirkjuna. Maðurinn sem varð öllum á óvart páfi gæti því orðið síðasti páfinn til að gegna embættinu til æviloka.</font /></b /> 4.2.2005 00:01 Segir aðstæður í Kabúl erfiðar Óttast er um líf ríflega hundrað manna sem voru um borð í flugvél sem fórst eftir að henni var snúið frá Kabúlflugvelli í Afganistan í gær vegna veðurs. Íslenskur friðargæsluliði sem vinnur á flugvellinum segir að aðstæður þar séu erfiðar enda hefur snjóað gríðarlega undanfarnar vikur. 4.2.2005 00:01 Rice í sáttaferð um Evrópu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðhæfir að innrás í Íran sé ekki á dagskrá á næstunni. Rice er nú á heljarmiklu ferðalagi um Evrópu. 4.2.2005 00:01 Sömu áhrif áfengis og lesblindu Það hefur sömu áhrif á aksturseiginleika fólks að vera drukkið og að vera lesblint. Þetta kemur fram í rannsókn sem íslenskur prófessor í Noregi gerði og hefur vakið heimsathygli. 4.2.2005 00:01 Hervélmenni til Íraks Bandaríkjastjórn hyggst senda átján vélbyssuvopnuð vélmenni til Íraks á næstunni. Kostirnir eru ótvíræðir: þessir hermenn þurfa hvorki að sofa né borða, ekki þarf að klæða þá eða þjálfa og því síður hvetja til dáða eða borga þeim eftirlaun. Gallarnir eru hins vegar þeir að vélhermaðurinn nær aðeins um sjö kílómetra hraða á klukkustund og eftir um klukkustundartörn eru rafhlöðurnar búnar og vélmennið stöðvast. 4.2.2005 00:01 Varar Sýrlendinga og Írana við Bush Bandaríkjaforseti notaði stefnuræðu sína í gær meðal annars til að vara bæði Sýrlendinga og Írana við því að eiga samstarf við hryðjuverkahópa. Ljóst þykir að Bandaríkjastjórn mun á næstunni beina sjónum sínum að þessum tveimur löndum. 3.2.2005 00:01 Stjórnarskipan frestað í Úkraínu Þingumræðum um skipan nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu hefur verið frestað að ósk hins nýja forseta landsins, Viktors Júsjenko. Hann átti að tilkynna ráðherratilnefningar sínar í dag en að sögn talsmanns úkraínska þingsins bað Júsjenko, sem legið hefur sveittur yfir málinu nú í vikutíma, um lengri frest til stjórnarmyndunarinnar. 3.2.2005 00:01 Morfín og vopn finnast í helli Þrjú tonn af morfíni og mikið magn vopna voru gerð upptæk í helli í Pakistan fyrr í dag. Varningurinn er metinn á tugi milljóna bandaríkjadala en á meðal vopnanna sem fundust voru flugskeyti og sprengjuvörpur. Enginn var handtekinn í tengslum við málið enda hellirinn, sem staðsettur er nærri landamærunum að Afganistan, mannlaus þegar lögreglu bar að. 3.2.2005 00:01 Á Hótel mömmu framundir fertugt Meira en fjórði hver Ítali á aldrinum 30 til 34 ára býr enn í foreldrahúsum. Mun fleiri karlmenn en konur búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri, 18 prósent kvenna eru enn í heimahúsum en 36,5 prósent karlmanna búa enn á Hótel mömmu samkvæmt útreikningum hagstofunnar Eurispes. 3.2.2005 00:01 Geta þjáðst í mörg ár Svo getur farið að níu af hverjum tíu sem eiga um sárt að binda af völdum flóðbylgjunnar á annan í jólum þurfi að takast á við sálræn eftirköst um mörg ókomin ár. 3.2.2005 00:01 Mesta atvinnuleysi frá í kreppunni Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira frá stríðslokum en það er nú og í síðasta mánuði fór fjöldi atvinnulausra Þjóðverja í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Ástæðan er þó að hluta til sú að breytt talning bætir 222 þúsund manns á atvinnuleysisskrá. 3.2.2005 00:01 Jass gegn svefnleysi Fólk sem á erfitt með svefn gæti gert margt vitlausara en að hlusta á jass áður en það fer að sofa. Samkvæmt nýrri taívanskri rannsókn á fólk sem hlustað hefur á jass í 45 mínútur áður en það fer að sofa, auðveldara með svefn en fólk sem hefur ekki hlustað á djass eða hefur hlustað á hraðari tónlist. 3.2.2005 00:01 Forsætisráðherra fannst látinn Zurab Zhavnia, forsætisráðherra Georgíu, fannst látinn á heimili vinar síns. Svo virðist sem gaseitrun hafi orðið honum og vini hans að aldurtila. 3.2.2005 00:01 Lífeyrismál í brennidepli Uppstokkun bandaríska lífeyriskerfisins var helsta áherslumál George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar hann flutti stefnuræðu sína í fyrrinótt. "Við verðum að tryggja lífeyriskerfið til frambúðar, ekki að láta verkefnið bíða seinni tíma," sagði hann. 3.2.2005 00:01 Bæjarstjóri fyrir rétt Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York ríki í Bandaríkjunum þarf að svara til saka fyrir að hafa gefið saman samkynhneigð pör. Samkvæmt bandarískum lögum er einungis heimilt að gefa saman karl og konu en ekki einstaklinga af sama kyni. 3.2.2005 00:01 Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01 Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina.</font /></b /> 3.2.2005 00:01 Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01 Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01 Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01 Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01 Vantrauststillaga á ríkisstjórnina Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Búlgaríu hafa lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn landsins, nú þegar fimm mánuðir eru fram að þingkosningum. Stjórnarflokkarnir í Búlgaríu eru í minnihluta á þinginu og því getur vel farið svo að stjórnin verði felld í atkvæðagreiðslu um tillöguna. 3.2.2005 00:01 Breskir hermenn ákærðir fyrir morð Sjö breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Í ákæruskjalinu segir að hermennirnir hafi myrt manninn í maí í fyrra í vegkanti í Suður-Írak. Mennirnir verða leiddir fyrir herrétt en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast. 3.2.2005 00:01 Læstar inni í fangelsi fátæktar Nelson Mandela skoraði í dag á G7, samtök sjö ríkustu þjóða heims, að stuðla að minni fátækt í heiminum með því meðal annars að leggja aukið fé í hjálparstarf og fella niður skuldir á fátækustu ríkjum veraldar. Mandela er nú staddur í Lundúnum þar sem fjármálaráðherrar aðildarlandanna eru samankomnir á ráðstefnu hjá G7-samtökunum. 3.2.2005 00:01 Sleppa hundruðum Palestínumanna Ísraelsstjórn hefur ákveðið að sleppa nokkur hundruð Palestínumönnum úr fangelsi og draga herafla sinn frá borgum Vesturbakka Jórdanar. Þessi ákvörðun miðar að því að koma til móts við þær tilslakanir sem stjórnvöld í Palestínu hafa þegar gert en uppreisnarhópar Palestínumanna hafa samþykkt óformlegt vopnahlé. 3.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fleiri fljúga með lággjaldafélögum Lággjaldaflugfélög í Evrópu fluttu alls 80 milljónir farþega á síðasta ári. Þetta er nærri helmingsaukning frá árinu 2003 þegar 47 milljónir farþega í Evrópu ferðuðust með lággjaldaflugfélögum. Hlutdeild lággjaldafélaganna í öllum flugferðum í Evrópu er þar með orðin meira en fimmtungur. Sérfræðingar spá því að árið 2010 kunni hlutdeildin að vera komin upp í heil 40 prósent. 4.2.2005 00:01
Mannskætt lestarslys á Indlandi Að minnsta kosti 19 létust og og 11 særðust þegar lest var ekið á dráttarvél með vagni sem flutti gesti í brúðkaup í Kanhan 800 kílókmetra norðaustur af Bombay á Indlandi í dag. Ökumaður dráttarvélarinnar sá lestina ekki þegar hann ók yfir sporið, en lestin ýtti dráttarvélarvagninum á undan sér eina 200 metra áður en hún stöðvaðist. 4.2.2005 00:01
Innrás ekki á dagskránni í bili Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf í morgun fyrstu Evrópureisu sína í embætti á því að heimsækja Bretland. Rice sat fyrir stundu blaðamannafund með breska starfsbróður sínum, Jack Straw, og lýsti því yfir að Bretland væri meginstuðningsland Bandaríkjanna. Rice var spurð hvort innrás í Íran væri yfirvofandi og svaraði því á þá leið að innrás væri ekki á dagskránni, í bili að minnsta kosti. 4.2.2005 00:01
Hermönnum fækkað í Írak á næstunni Bandarískum hermönnum í Írak verður fækkað um fimmtán þúsund á næstu vikum. Þetta sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á bandaríska þinginu í gær. Hins vegar yrði þeim líklega ekki fækkað meira það sem eftir lifði þessa árs. 4.2.2005 00:01
Flugvél fórst í Afganistan Farþegaflugvél með yfir hundrað farþega fórst skammt frá Kabúl í Afganistan í nótt. Brak vélarinnar fannst nú skömmu fyrir hádegi en ekkert hafði til hennar spurst frá því í nótt. Vélin var í innanlandsflugi á leið frá Herat til Kabúl. Flugturninn á flugvellinum í Kabúl missti samband við vélina skömmu eftir að henni hafði verið gert að fresta lendingu vegna slæmra skilyrða. 4.2.2005 00:01
Lesblinda hefur áhrif á akstur Lesblinda hefur svipuð áhrif á aksturshæfileika fólks og áfengi. Ný rannsókn sýnir að viðbragðsflýtir lesblinds fólks í akstri er svipaður og þeirra sem eru fullir. 4.2.2005 00:01
Ítalskri blaðakonu rænt í Írak Ítalskri blaðakonu var rænt í Bagdad í morgun þar sem hún var í miðju viðtali á götu úti. Írakska lögreglan skýrði frá þessu nú rétt fyrir fréttir. Blaðakonan, sem vinnur á ítalska blaðinu Il Manifesto, var að taka viðtöl við fólk nærri háskólanum í borginni þegar byssumenn bar þar að og hrifsuðu hana með sér upp í bíl. 4.2.2005 00:01
Bretar drykkfelldastir í Evrópu Bretar kunna sér síst allra Evrópuþjóða hóf þegar áfengisdrykkja er annars vegar. Sögusögnin um menningarlega drykkju Frakka stenst hins vegar fyllilega skoðun. 4.2.2005 00:01
Tymosjenko næsti forsætisráðherra Þingið í Úkraínu samþykkti í dag einróma að Júlía Tymosjenko skyldi verða næsti forsætisráðherra landsins. Forseti landsins, Viktor Júsjenko, tilnefndi Tymosjenko í embættið fyrir skemmstu, en hún hefur verið nokkuð umdeild í landinu. 4.2.2005 00:01
Páfi á góðum batavegi Líðan Jóhannesar Páls páfa batnar stöðugt að sögn Vatíkansins. Talsmaður þess sagði jafnframt að Páfi væri byrjaður að borða á nýjan leik, en hann fékk slæma sýkingu í hálsi sem varð til þess að hann þurfti að fara á sjúkrahús. Ekki hefur enn verið gefið upp hvort páfi mun halda vikulegt sunnudagsávarp sitt eftir tvo daga. 4.2.2005 00:01
Bandalag sjíta með 67% atkvæða Þegar 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar eftir kosningarnar í Írak hefur bandalag sjíta hlotið 67 prósent atkvæða en flokkur Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, átján prósent. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag. 4.2.2005 00:01
Atkvæði greidd um veggjald Íbúar í Edinborg í Skotlandi munu á mánudag hefja atkvæðagreiðslu um það hvort innheimta eigi veggjald af þeim sem leggja leið sína inn í miðborgina á bíl, en slíkt fyrirkomulag er nú þegar í Lundúnum. Verði tillagan samþykkt munu ökumenn þurfa að greiða tvö pund, um 240 krónur, fyrir að aka inn í miðborgina á virkum dögum. 4.2.2005 00:01
Vinna að lausn blaðakonu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að stjórnvöld hafi þegar hafið undirbúning að samningaviðræðum við þá sem rænt hafi Giuliönu Sgrena, blaðakonu ítalska blaðsins Il Manifesto, í miðju viðtali nærri háskólanum í Bagdad fyrr í dag. Berlusconi vildi ekki tjá sig frekar um málið, en blaðakonan er áttundi Ítalinn sem rænt er í Írak eftir innrásina í landið. 4.2.2005 00:01
Segjast hafa myrt 29 lögreglumenn Uppreisnarhópur í Írak sendi frá sér yfirlýsingu á Netinu í dag þar sem hann sagðist hafa drepið 29 írakska lögreglumenn og tekið sjö til fanga í fyrirsát í vikunni. Hópurinn kallast Her Ansars al-Sunna og segist hann hafa setið fyrir bílalest írakskra lögreglumanna við Abu Ghraib, vestur af Bagdad. 4.2.2005 00:01
Bauðst tvisvar til að segja af sér Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst tvisvar til að segja af sér þegar fangamisþyrmingarnar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak voru hvað mest áberandi í fyrra. Í bæði skiptin hafnaði George W. Bush Bandaríkjaforseti afsögn hans. 4.2.2005 00:01
Farþegaþotu með 104 manns saknað Farþegaþota með 104 einstaklinga innanborðs er talin hafa hrapað nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans, í óveðri sem hún flaug í gegnum. Flugvélin hvarf af ratsjám yfir fjalllendi, suðaustur af borginni, þar sem henni var flogið gegnum snjóbyl. 4.2.2005 00:01
Árás ekki á dagskrá Árás á Írak er ekki á dagskránni, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við upphaf vikulangs ferðalags síns til Evrópu. Hún sagði hins vegar breiða samstöðu um að Íranar mættu ekki nota friðsamlega kjarnorkuáætlun sem yfirvarp tilrauna til að koma sér upp gjöreyðingarvopnum. 4.2.2005 00:01
Björguðu börnum af skíðahóteli Kalla þurfti á aðstoð austurríska hersins þegar 300 gestir á skíðahóteli í austurrísku ölpunum voru innikróaðir vegna snjóflóða sem höfðu fallið á vegi í nágrenninu og hætta var á fleiri flóðum. 4.2.2005 00:01
Gamlir hermenn vernd nýja stjórn Fjórtánda tilraunin til að koma á röð og reglu í Sómalíu stendur nú yfir. Fyrstu meðlimir nýs þings landsins komu til höfuðborgarinnar umkringdir vopnuðum vörðum til varnar gegn vígasveitum stríðsherra og glæpamönnum.</font /></b /> 4.2.2005 00:01
Listi sjíaklerks fær mest fylgi Sameinaða íraska bandalagið hefur mikið forskot á önnur framboð í írösku kosningunum samkvæmt þeim tölum sem hafa verið birtar. 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar úr tíu héruðum þar sem sjía-múslimar eru fjölmennir. 4.2.2005 00:01
Vilja setja páfa aldurstakmörk Kardínálar kaþólsku kirkjunnar eru farnir að ræða um það í fullri alvöru að setja aldurstakmörk fyrir páfa. Ástæðan er veikindi Jóhannesar Páls II sem mörgum þykja hafa veikt kirkjuna. Maðurinn sem varð öllum á óvart páfi gæti því orðið síðasti páfinn til að gegna embættinu til æviloka.</font /></b /> 4.2.2005 00:01
Segir aðstæður í Kabúl erfiðar Óttast er um líf ríflega hundrað manna sem voru um borð í flugvél sem fórst eftir að henni var snúið frá Kabúlflugvelli í Afganistan í gær vegna veðurs. Íslenskur friðargæsluliði sem vinnur á flugvellinum segir að aðstæður þar séu erfiðar enda hefur snjóað gríðarlega undanfarnar vikur. 4.2.2005 00:01
Rice í sáttaferð um Evrópu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðhæfir að innrás í Íran sé ekki á dagskrá á næstunni. Rice er nú á heljarmiklu ferðalagi um Evrópu. 4.2.2005 00:01
Sömu áhrif áfengis og lesblindu Það hefur sömu áhrif á aksturseiginleika fólks að vera drukkið og að vera lesblint. Þetta kemur fram í rannsókn sem íslenskur prófessor í Noregi gerði og hefur vakið heimsathygli. 4.2.2005 00:01
Hervélmenni til Íraks Bandaríkjastjórn hyggst senda átján vélbyssuvopnuð vélmenni til Íraks á næstunni. Kostirnir eru ótvíræðir: þessir hermenn þurfa hvorki að sofa né borða, ekki þarf að klæða þá eða þjálfa og því síður hvetja til dáða eða borga þeim eftirlaun. Gallarnir eru hins vegar þeir að vélhermaðurinn nær aðeins um sjö kílómetra hraða á klukkustund og eftir um klukkustundartörn eru rafhlöðurnar búnar og vélmennið stöðvast. 4.2.2005 00:01
Varar Sýrlendinga og Írana við Bush Bandaríkjaforseti notaði stefnuræðu sína í gær meðal annars til að vara bæði Sýrlendinga og Írana við því að eiga samstarf við hryðjuverkahópa. Ljóst þykir að Bandaríkjastjórn mun á næstunni beina sjónum sínum að þessum tveimur löndum. 3.2.2005 00:01
Stjórnarskipan frestað í Úkraínu Þingumræðum um skipan nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu hefur verið frestað að ósk hins nýja forseta landsins, Viktors Júsjenko. Hann átti að tilkynna ráðherratilnefningar sínar í dag en að sögn talsmanns úkraínska þingsins bað Júsjenko, sem legið hefur sveittur yfir málinu nú í vikutíma, um lengri frest til stjórnarmyndunarinnar. 3.2.2005 00:01
Morfín og vopn finnast í helli Þrjú tonn af morfíni og mikið magn vopna voru gerð upptæk í helli í Pakistan fyrr í dag. Varningurinn er metinn á tugi milljóna bandaríkjadala en á meðal vopnanna sem fundust voru flugskeyti og sprengjuvörpur. Enginn var handtekinn í tengslum við málið enda hellirinn, sem staðsettur er nærri landamærunum að Afganistan, mannlaus þegar lögreglu bar að. 3.2.2005 00:01
Á Hótel mömmu framundir fertugt Meira en fjórði hver Ítali á aldrinum 30 til 34 ára býr enn í foreldrahúsum. Mun fleiri karlmenn en konur búa enn í foreldrahúsum á þessum aldri, 18 prósent kvenna eru enn í heimahúsum en 36,5 prósent karlmanna búa enn á Hótel mömmu samkvæmt útreikningum hagstofunnar Eurispes. 3.2.2005 00:01
Geta þjáðst í mörg ár Svo getur farið að níu af hverjum tíu sem eiga um sárt að binda af völdum flóðbylgjunnar á annan í jólum þurfi að takast á við sálræn eftirköst um mörg ókomin ár. 3.2.2005 00:01
Mesta atvinnuleysi frá í kreppunni Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira frá stríðslokum en það er nú og í síðasta mánuði fór fjöldi atvinnulausra Þjóðverja í fyrsta sinn yfir fimm milljónir. Ástæðan er þó að hluta til sú að breytt talning bætir 222 þúsund manns á atvinnuleysisskrá. 3.2.2005 00:01
Jass gegn svefnleysi Fólk sem á erfitt með svefn gæti gert margt vitlausara en að hlusta á jass áður en það fer að sofa. Samkvæmt nýrri taívanskri rannsókn á fólk sem hlustað hefur á jass í 45 mínútur áður en það fer að sofa, auðveldara með svefn en fólk sem hefur ekki hlustað á djass eða hefur hlustað á hraðari tónlist. 3.2.2005 00:01
Forsætisráðherra fannst látinn Zurab Zhavnia, forsætisráðherra Georgíu, fannst látinn á heimili vinar síns. Svo virðist sem gaseitrun hafi orðið honum og vini hans að aldurtila. 3.2.2005 00:01
Lífeyrismál í brennidepli Uppstokkun bandaríska lífeyriskerfisins var helsta áherslumál George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar hann flutti stefnuræðu sína í fyrrinótt. "Við verðum að tryggja lífeyriskerfið til frambúðar, ekki að láta verkefnið bíða seinni tíma," sagði hann. 3.2.2005 00:01
Bæjarstjóri fyrir rétt Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York ríki í Bandaríkjunum þarf að svara til saka fyrir að hafa gefið saman samkynhneigð pör. Samkvæmt bandarískum lögum er einungis heimilt að gefa saman karl og konu en ekki einstaklinga af sama kyni. 3.2.2005 00:01
Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina.</font /></b /> 3.2.2005 00:01
Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01
Veruleg áhrif innan fimmtíu ára Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa við ákveðnar breytingar á hitastigi. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin verið orðin veruleg um miðja öldina. </font /></b /> 3.2.2005 00:01
Makbeð fái uppreisn æru Makbeð Skotakonungur var alls ekki sá illvirki sem William Shakespeare lýsti í leikriti sínu og það er tími til kominn að hann fái að njóta sannmælis segir í þingsályktunar 20 þingmanna á skoska þinginu. Þar leggja þeir til að árið sem nú er hafið verði kennt við Makbeð og að ímynd hans verði bætt að því er The Times greinir frá. 3.2.2005 00:01
Vantrauststillaga á ríkisstjórnina Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Búlgaríu hafa lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn landsins, nú þegar fimm mánuðir eru fram að þingkosningum. Stjórnarflokkarnir í Búlgaríu eru í minnihluta á þinginu og því getur vel farið svo að stjórnin verði felld í atkvæðagreiðslu um tillöguna. 3.2.2005 00:01
Breskir hermenn ákærðir fyrir morð Sjö breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Í ákæruskjalinu segir að hermennirnir hafi myrt manninn í maí í fyrra í vegkanti í Suður-Írak. Mennirnir verða leiddir fyrir herrétt en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast. 3.2.2005 00:01
Læstar inni í fangelsi fátæktar Nelson Mandela skoraði í dag á G7, samtök sjö ríkustu þjóða heims, að stuðla að minni fátækt í heiminum með því meðal annars að leggja aukið fé í hjálparstarf og fella niður skuldir á fátækustu ríkjum veraldar. Mandela er nú staddur í Lundúnum þar sem fjármálaráðherrar aðildarlandanna eru samankomnir á ráðstefnu hjá G7-samtökunum. 3.2.2005 00:01
Sleppa hundruðum Palestínumanna Ísraelsstjórn hefur ákveðið að sleppa nokkur hundruð Palestínumönnum úr fangelsi og draga herafla sinn frá borgum Vesturbakka Jórdanar. Þessi ákvörðun miðar að því að koma til móts við þær tilslakanir sem stjórnvöld í Palestínu hafa þegar gert en uppreisnarhópar Palestínumanna hafa samþykkt óformlegt vopnahlé. 3.2.2005 00:01